„Hún er algjör jaxl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 07:00 Lucie gengur með sitt þriðja barn en það stoppar hana ekki í lyftingunum. Vísir/Sigurjón Kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková keppti í Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Lucie ber barn undir belti. Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“ Kraftlyftingar Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sjá meira
Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“
Kraftlyftingar Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Ólympíumeistarinn skipti um nafn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Líkti liðsfélaga sínum við Lightning McQueen Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sjá meira