„Hún er algjör jaxl“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 07:00 Lucie gengur með sitt þriðja barn en það stoppar hana ekki í lyftingunum. Vísir/Sigurjón Kraftlyftingakonan Lucie Stefaniková keppti í Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Lucie ber barn undir belti. Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“ Kraftlyftingar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Sjá meira
Lucie Stefaniková, sem er 28 ára gömul, gengur nú með sitt þriðja barn. Hún lét þó ekkert stöðva þátttöku sína á Íslandsmóti í klassískum kraftlyftinu í Miðgarði um helgina. Hún lyfti þar samtals 490 kílóum á mótinu, 105 kílóum í bekkpressu, 180 í hnébeygju og loks 205 kílóum í réttstöðulyftu. „Ég skráði mig til að hafa gaman. Þetta var ekki einhver sérstök áskorun fyrir mig, mig langaði bara að taka þátt því ég er að æfa hvort sem er. Þetta var aðeins þyngra en æfing,“ sagði Lucie í samtali við Svövu Kristínu í íþróttafréttum Stöðvar 2. „Þetta er líka þriðja meðganga og ég er mjög örugg, treysti sjálfri mér mér og veit hvað ég er að gera. Ég hlusta á líkamann og þó þetta sé þungt fyrir venjulegt fólk þá er þetta langt frá mínu besta því ég er auðvitað að passa mig á meðgöngunni.“ Lucie segir að ljósmóðir hennar segi henni að halda sínu striki í lyftingunum. „Maður sér þetta miklu meira ef konur eru óléttar og þetta er bara hluti af lífinu. Við getum gert áfram það sem við gerum.“ Eiginmaður Lucie, Arnar Kári Þórhallsson, segir að hann hafi eflaust haft meiri áhyggjur en kona hans. „Hún fór rétt að þessu, talaði fyrst við ljósmóður og hugsaði þetta út. Svo eru þetta frekar léttar tölur fyrir hana, þannig að hún var ekkert að reyna of mikið á sig. Hún er algjör jaxl, hefur verið svona síðan ég kynntist henni. Ég vissi að henni myndi ganga svona vel frá byrjun.“
Kraftlyftingar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Sjá meira