Breytt virðismat starfa sem leið að launajafnrétti Helga Björg Olgu Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2023 17:00 Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Í dag er 8. mars, alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur af baraáttusamtökum kvenna um allan heim í meira en 100 ár. Í fyrstu var áherslan á kosningarétt kvenna en síðar á önnur brýn kvenfrelsismál enda er af nógu að taka og langt frá því að kynjajafnrétti sé í höfn. Kynbundið ofbeldi, launamisrétti og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis eru til marks um það og því heldur baráttan áfram. Í dag minnist ég með þakklæti þeirra fjölmörgu baráttukvenna sem hafa breytt og eru að breyta samfélaginu til hins betra fyrir okkur öll. Samkvæmt Hagstofu Íslands bera konur minna úr býtum en karlar fyrir framlag sitt á vinnumarkaði en það fer eftir mörkuðum hversu miklu munar á kynjunum. Þannig mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 13,9% á almennum markaði 10,0% meðal starfsfólks ríkisins og 6,1% meðal starfsfólks sveitarfélaga árið 2021. Munurinn skýrist fyrst og fremst af kynskiptum vinnumarkaði sem byggir á ójöfnum umönnunarkröfum til karla og kvenna, kynjuðu náms- og starfsvali og skökku virðismati starfa. Um þessar mundir er unnið að kjarasamningum á opinbera markaðinum og því við hæfi að minna fulltrúa samninganefnda á mikilvægi þess að vinna að lögbundnu launajafnrétti í kjarasamningum. Í jafnlaunaákvæði jafnlaunalaga eru settar þær skyldur á herðar atvinnurekendum að greiða konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í því felst að atvinnurekendum er skylt að ákvarða laun á sama hátt fyrir fólk óháð kyni byggt á viðmiðum sem ekki fela í sér kynjamismunun. Lögin gera því kröfu um að atvinnurekendur komi sér upp virðismatskerfi sem stuðlar að launajafnrétti til að byggja allar launaákvarðanir á. Þar sem launamisrétti má að mestu rekja til vanmats hefðbundinna kvennastarfa er mikilvægt að fara ofan í kjölinn á launamyndandi þáttum í kjarasamningum, stofnanasamningum og í þeim virðismatskerfum sem notuð eru til launasetningar. Meta þarf hvort meiri áhersla er lögð á karllæga þætti en kvenlæga í launasetningu, t.d. gæti verið gott að skoða hvort ábyrgð á fjármunum vegi þyngra en ábyrgð á velferð eða hvort líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt kvennastörfum sé metið til jafn við líkamlegt álag og vinnuaðstæður tengt karlastörfum. Það er engin tilviljun að launamunur kynjanna mælist lægstur hjá sveitarfélögunum. Þau hafa notast við starfsmatskerfi við launasetningu í hátt í aldarfjórðung. Á sama tíma hefur notkun á samræmdum virðismatskerfum ekki tíðkast að neinu ráði á almennum markaði eða við launasetningu á vegum ríkisins. Í komandi samningum er nauðsynlegt að samninganefndir atvinnurekenda og stéttarfélaga beini sjónum að grunni launasetningarinnar og sjái til þess að þau viðmið sem launasetning byggir á feli ekki í sér kynjamismunun. Launamisrétti er ekki tölfræðilegt viðfangsefni, það er félagslegur og efnahagslegur veruleiki kvenna sem birtist í lægri ævitekjum kvenna en karla, lægri lífeyrisgreiðslum og auknum líkum á fátækt kvenna en karla á eftir árum. Nú rúmum 60 árum eftir lögfestingu launajafnréttis hér á landi ætti öllum að vera ljóst að launajafnréttið kemur ekki af sjálfu sér, það krefst breytts verðmætamats samfélagsins og ákvarðana um endurmat á virði kvennastarfa sem fylgt er eftir með fjármagni til hækkunar launa. Konur hafa beðið allt of lengi, útrýmum launamun kynjanna strax! Höfundur er framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun