Kjartan Páll nýr formaður Strandveiðifélags Íslands Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 11:16 Kjartan Páll Sveinsson lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Aðsend Kjartan Páll Sveinsson, strandveiðimaður og félagsfræðingur, var kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn sunnudag. Aðalfundurinn var haldinn á eins árs afmælisdegi félagsins sem stofnað var í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu 5. mars á síðasta ári. Í tilkynningu segir að félagið telji um þrjú hundruð manns og hafi mæting verið ágæt á fundinn. „Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun sem brýtur í bága við stjórnarskrá landsins sem er staðfest alþjóðlega og innanlands. Það var þungt yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Strandveiðifélag Íslands á fulltrúa í sjávarútvegsnefndinni en ekki í starfshópunum í því verkefni. Augljóst var af bráðabirgðatillögunum að dæma að ekki var tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem við komum á framfæri á fundunum. Mátti skilja sem svo að Auðlindin okkar miði gagngert að því útrýma strandveiðum. Ákveðið var að láta ekki deigan síga, heldur halda áfram okkar striki og fara af krafti í baráttu svo handfæraveiðar leggist ekki af. Þetta eru okkar umhverfisvænustu veiðar, bæði hvað varðar olíunotkun, veiðarfæri og verndun hafsbotns. Við teljum þjóðina með okkur í liði.Nýr formaður var kjörinn Kjartan Páll Sveinsson. Kjartan er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Kjartan hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og í Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta,“ segir í tilkynningunni. Ný stjórn var kjörin: Axel Örn Guðmundur Geirdal Álfheiður Eymarsdóttir Birgir Haukdal Rúnarsson Friðjón Ingi Guðmundsson Gísli Einar Sverrisson Gísli Páll Guðjónsson Halldóra Kristín Unnarsdóttir Hjörtur Sævar Steinason Þórólfur Júlían Dagsson Vistaskipti Sjávarútvegur Félagasamtök Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Aðalfundurinn var haldinn á eins árs afmælisdegi félagsins sem stofnað var í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu 5. mars á síðasta ári. Í tilkynningu segir að félagið telji um þrjú hundruð manns og hafi mæting verið ágæt á fundinn. „Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun sem brýtur í bága við stjórnarskrá landsins sem er staðfest alþjóðlega og innanlands. Það var þungt yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Strandveiðifélag Íslands á fulltrúa í sjávarútvegsnefndinni en ekki í starfshópunum í því verkefni. Augljóst var af bráðabirgðatillögunum að dæma að ekki var tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem við komum á framfæri á fundunum. Mátti skilja sem svo að Auðlindin okkar miði gagngert að því útrýma strandveiðum. Ákveðið var að láta ekki deigan síga, heldur halda áfram okkar striki og fara af krafti í baráttu svo handfæraveiðar leggist ekki af. Þetta eru okkar umhverfisvænustu veiðar, bæði hvað varðar olíunotkun, veiðarfæri og verndun hafsbotns. Við teljum þjóðina með okkur í liði.Nýr formaður var kjörinn Kjartan Páll Sveinsson. Kjartan er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Kjartan hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og í Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta,“ segir í tilkynningunni. Ný stjórn var kjörin: Axel Örn Guðmundur Geirdal Álfheiður Eymarsdóttir Birgir Haukdal Rúnarsson Friðjón Ingi Guðmundsson Gísli Einar Sverrisson Gísli Páll Guðjónsson Halldóra Kristín Unnarsdóttir Hjörtur Sævar Steinason Þórólfur Júlían Dagsson
Vistaskipti Sjávarútvegur Félagasamtök Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira