Kjartan Páll nýr formaður Strandveiðifélags Íslands Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2023 11:16 Kjartan Páll Sveinsson lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Aðsend Kjartan Páll Sveinsson, strandveiðimaður og félagsfræðingur, var kjörinn nýr formaður Strandveiðifélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn sunnudag. Aðalfundurinn var haldinn á eins árs afmælisdegi félagsins sem stofnað var í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu 5. mars á síðasta ári. Í tilkynningu segir að félagið telji um þrjú hundruð manns og hafi mæting verið ágæt á fundinn. „Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun sem brýtur í bága við stjórnarskrá landsins sem er staðfest alþjóðlega og innanlands. Það var þungt yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Strandveiðifélag Íslands á fulltrúa í sjávarútvegsnefndinni en ekki í starfshópunum í því verkefni. Augljóst var af bráðabirgðatillögunum að dæma að ekki var tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem við komum á framfæri á fundunum. Mátti skilja sem svo að Auðlindin okkar miði gagngert að því útrýma strandveiðum. Ákveðið var að láta ekki deigan síga, heldur halda áfram okkar striki og fara af krafti í baráttu svo handfæraveiðar leggist ekki af. Þetta eru okkar umhverfisvænustu veiðar, bæði hvað varðar olíunotkun, veiðarfæri og verndun hafsbotns. Við teljum þjóðina með okkur í liði.Nýr formaður var kjörinn Kjartan Páll Sveinsson. Kjartan er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Kjartan hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og í Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta,“ segir í tilkynningunni. Ný stjórn var kjörin: Axel Örn Guðmundur Geirdal Álfheiður Eymarsdóttir Birgir Haukdal Rúnarsson Friðjón Ingi Guðmundsson Gísli Einar Sverrisson Gísli Páll Guðjónsson Halldóra Kristín Unnarsdóttir Hjörtur Sævar Steinason Þórólfur Júlían Dagsson Vistaskipti Sjávarútvegur Félagasamtök Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Aðalfundurinn var haldinn á eins árs afmælisdegi félagsins sem stofnað var í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu 5. mars á síðasta ári. Í tilkynningu segir að félagið telji um þrjú hundruð manns og hafi mæting verið ágæt á fundinn. „Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun sem brýtur í bága við stjórnarskrá landsins sem er staðfest alþjóðlega og innanlands. Það var þungt yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Strandveiðifélag Íslands á fulltrúa í sjávarútvegsnefndinni en ekki í starfshópunum í því verkefni. Augljóst var af bráðabirgðatillögunum að dæma að ekki var tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem við komum á framfæri á fundunum. Mátti skilja sem svo að Auðlindin okkar miði gagngert að því útrýma strandveiðum. Ákveðið var að láta ekki deigan síga, heldur halda áfram okkar striki og fara af krafti í baráttu svo handfæraveiðar leggist ekki af. Þetta eru okkar umhverfisvænustu veiðar, bæði hvað varðar olíunotkun, veiðarfæri og verndun hafsbotns. Við teljum þjóðina með okkur í liði.Nýr formaður var kjörinn Kjartan Páll Sveinsson. Kjartan er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Kjartan hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og í Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta,“ segir í tilkynningunni. Ný stjórn var kjörin: Axel Örn Guðmundur Geirdal Álfheiður Eymarsdóttir Birgir Haukdal Rúnarsson Friðjón Ingi Guðmundsson Gísli Einar Sverrisson Gísli Páll Guðjónsson Halldóra Kristín Unnarsdóttir Hjörtur Sævar Steinason Þórólfur Júlían Dagsson
Vistaskipti Sjávarútvegur Félagasamtök Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira