Talið að Bayern vilji tvíeyki frá Chelsea og bakvörð Man United Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2023 19:16 Kærustuparið Magda Eriksson og Pernille Harder gætu verið á leið til Þýskalands. Naomi Baker/Getty Images Bayern München virðist ætla að styrkja sig talsvert í sumar. Talið er að félagið sé á höttunum á eftir Pernille Harder og Mögdu Eriksson hjá Chelsea. Ona Battle, bakvörður Manchester United, er einnig á óskalistanum. Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Þessi vistaskipti munu án efa vekja athygli þar sem hin þrítuga Harder fór frá Wolfsburg til Chelsea fyrir metfé árið 2020. Hún skrifaði undir þriggja ára samning við félagið en sá samningur rennur út í sumar. Harder, sem er af mörgum talin ein besta knattspyrnukona sem Danmörk hefur alið, er í sambandi með Mögdu Eriksson, sænskri landsliðskonu. Sú er einnig samningslaus í sumar og virðist Bayern vilja fá þær báðar í sínar raðir. Saman hafa þær unnið fjölda titla með Chelsea og gæti farið svo að þær sameini krafta sína í Þýskalandi á næstu leiktíð. According to reports from Germany newspaper WAZ and AZ, Bayern is interested in signing top stars Pernille Harder and Magdalena Eriksson. Will Pernille move to her ex-club's biggest rival?#PernilleHarder #MagdalenaEriksson #FcBayern #Bundesliga #RumourMill pic.twitter.com/u0hsepR6cL— Soccerdonna (@soccerdonna) March 7, 2023 Þó Bayern sé á höttunum á eftir öflugum leikmönnum þá virðist félagið ekki vilja eyða of miklu í leikmenn í sumar. Ásamt Chelsea-tvíeykinu er hin 23 ára gamla Ona Batlle, hægri bakvörður Man United, einnig orðuð við Bayern. Sú hefur ekki skrifað undir nýjan samning í Manchester-borg þó svo að Man Utd sé í bullandi titilbaráttu. Talið er að hún vilji vita hvort Man Utd verði í Meistaradeild Evrópu á næstu Evrópu þegar hún skrifar undir nýjan samning. Congrats to @OnaBatlle on your 50th #WSL appearance on Sunday! #MUWomen pic.twitter.com/HvIiyFa1hU— Manchester United Women (@ManUtdWomen) February 13, 2023 Sem stendur eru þrjár íslenskar landsliðskonur á mála hjá Bayern. Koma þessara þriggja mun ekki hafa mikil áhrif á stöðu markvarðarins Cecilíu Rán Rúnarsdóttur. Þær Glódís Perla Viggósdóttir og Eriksson spila hins vegar sömu stöðu á meðan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Harder spila báðar framarlega á vellinum. Bayern er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir Arsenal og í undanúrslit þýska bikarsins.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira