Helmingur vinnuafls starfar eftir virku jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 7. mars 2023 14:01 Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun