Helmingur vinnuafls starfar eftir virku jafnlaunakerfi Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 7. mars 2023 14:01 Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegur jafnlaunadagur (e. equal pay day). Dagurinn er haldinn í sögumánuði kvenna (womens history month). Gríðarlegum árangri hefur verið náð hér á landi og helmingur vinnuafls vinnur nú eftir virku jafnlaunakerfi. Þó það fari kannski ekki mikið fyrir þessum degi á Íslandi, er hann afar mikilvægur. Að gefa launajafnrétti pláss með þessum hætti er mikilvægt skref í átt til jafnréttis. Launajafnrétti er bundið í lög á Íslandi, með þeim hætti að allar rekstrarheildir sem hafa 25 eða fleiri í starfi þurfa að búa til jafnlaunakerfi og hljóta jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Smæsta fyrirtækið sem er með jafnlaunavottun í dag hefur þrjú í starfi en sá stærsti um 10.400. Það eru 460 fyrirtæki komin með jafnlaunavottun sem nær til tæplega 110 þúsund launþega og 23 eru komin með jafnlaunastaðfestingu sem nær til tæplega 700 launþega. Þetta þýðir að um helmingur vinnuafls á Íslandi starfar nú hjá aðilum með virkt jafnlaunakerfi. Þetta er auðvitað mikilvægt skref í áttina að því að auka jafnrétti á Íslandi og hefur vonandi smitáhrif út fyrir landsteinana. Jafnrétti kynjanna er ein af grunnstoðum í núverandi sáttmála ríkisstjórnarinnar. Ein leið til þess að auka jafnrétti er að setja markmið og þegar markmið ríkisins er að jafna stöðu og rétt kynja, er að binda það í lög. Það er nefnilega ekki það sama að óska þess að hér ríki launajafnrétti eða að hafa það sem markmið. Einhverjar gagnrýnisraddir segja að þróunin í átt að launajafnrétti hafi verið hafin og að jafnlaunavottun eða -staðfesting sé raunverulega ekki að skila neinum mælanlegum árangri. Ég skil að vissu leyti hvaðan þessar raddir koma. Því ég hef sjálf tekið þátt, beinan og óbeinan, í að byggja jafnlaunakerfi með um 50 fyrirtækjum. Það tekur tíma. Það er vandasamt verk og oft yfirþyrmandi að byrja. Til þess að jafnlaunakerfi teljist virkt, þarf að vera til skjölun á verklagi, þ.e. hvernig ætlum við að vinna í jafnlaunakerfinu okkar. Það getur verið mjög tímafrekt verkefni og tekur að jafnaði allt að 6-10 mánuði. Justly Pay frá Origo hjálpar fyrirtækjum oft að stytta þá vegferð niður í 4-20 klukkustundir. Þannig er fyrr hægt að byrja á því sem skiptir mestu máli, að reka virkt jafnlaunakerfi. Jafnlaunakerfi krefst þess að við skoðum meira en bara beina launamyndun. Við þurfum að starfaflokka, það krefst þess að við verðmætametum störfin okkar til þess að greina hvaða störf, sem geta verið ólík, eru jafn verðmæt. Oft kemur í ljós að verðmæti einhverra starfa hafi verið vanmetin og það þarf þá að leiðrétta það. Í mörgum tilfellum greinist launamunur, líka hjá þeim sem telja sig ekki hafa neinn launamun. Einnig kemur betur í ljós hvaða kyn sinna frekar ákveðnum störfum. Oft finnum við líka mun á því hvaða kyn nýta sér betur rétt til fæðingarorlofs eða endurmenntunar. Allt þetta, og fleira til, eru atriði sem við þurfum að skoða til þess að búa til jafnlaunakerfi. Sú almenna þróun í samfélaginu sem þegar var farin af stað, hefði líklega ekki fært þessi atriði upp á yfirborðið. Þess vegna er gott að binda jafnlaunakerfi í lög, með það að markmiði að jafna stöðu og rétt kynjanna í samfélaginu – í víðara samhengi. Ég trúi því, innilega, að það setjist engin niður og ætli sér að mismuna kynjum þegar kemur að launamálum. Við ætlum okkur öll að gera vel. Við erum þó oft sérfræðingar á okkar sviðum og gleymum að skoða stóra samhengið, að rýna það hvort við erum raunverulega að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Stundum kemur á daginn að einhver laun þurfi að leiðrétta. Í öðrum tilfellum kemur á daginn að við þurfum að leggja meiri áherslu á það við starfsfólkið okkar hvaða rétt það á þegar kemur t.d. að því að nýta rétt til fæðingarorlofs eða menntunar. Við gætum þurft að setja það í fyrirrúm að starfsfólkið okkar finni að við gerum starfsfólki okkar kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Það gæti einnig þurft að líta á efni og auglýsingar sem sett eru út. Vita öll kyn raunverulega að þau eru velkomin? Er það skýrt í auglýsingum að við erum ekki bara að leita eftir starfsfólki af ákveðnu kyni? Það er margt sem jafnlaunakerfi færir upp á yfirborðið. Ekki bara neðsta línan í Excel skjalinu sem sýnir hvort launamunur sé á milli kynja. Höfundur er sérfræðingur í Justly Pay frá Origo.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun