Reiði á meðal enskra úrvalsdeildarliða vegna nýrra gagna Valur Páll Eiríksson skrifar 6. mars 2023 07:00 Amanda Stavely (fyrir miðju) er á meðal eigenda Newcastle og átti milligöngu um kaup PIF á félaginu. Serena Taylor/Newcastle United via Getty Images Ensk úrvalsdeildarlið hafa brugðist ókvæða við og krefjast skýringa eftir að Yasir al-Rumayyan, stjórnarformanni Newcastle United, var lýst sem sitjandi ráðherra í ríkisstjórn Sádi-Arabíu í skjali fyrir bandarískum dómstólum. Mannréttindasamtökin Amnesty International kalla eftir endurskoðun á mati ensku úrvalsdeildar á eignarhaldi Newcastle. Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum. Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Skjalið vekur upp spurningar um tengsl sádíska ríkisins við eignarhaldið á enska félaginu en opinber fjárfestingarsjóður Sáda, PIF, sem rekinn er af al-Rumayyan að stórum hluta, keypti 80 prósenta hlut í félaginu haustið 2021. Félögum í ensku úrvalsdeildinni er ekki heimilt að vera í ríkisseigu og hafa önnur lið innan deildarinnar deilt áhyggjum sínum af eignarhaldi Newcastle frá því að umræður um kaupa PIF á félaginu fóru af stað. Þegar enska úrvalsdeildin veitti kaupunum blessun sína kölluðu hin 19 félögin í deildinni eftir neyðarfundi með deildinni til að fá skýringar á niðurstöðunni, þar sem deildin hafði áður hafnað kaupunum. Í tilkynningu frá deildinni um kaupin sagði að hún hefði fengið lagalega bindandi loforð um að sádíska ríkið myndi ekki eiga félagið. Varabúningur Newcastle þykir líkja mjög til landsliðsbúnings Sádi-Arabíu.Craig Mercer/MB Media/Getty Images Skömmu eftir kaupin og neyðarfundinn samþykktu félögin í deildinni reglur sem kæmi í veg fyrir að Newcastle gæti gert háa styrktarsamninga við sádísk fyrirtæki sem eiga tengsl við eigendurna. Frá því að nýju eigendurnir mættu á svæðið hefur félagið eytt 241 milljón punda umfram sölur í leikmannakaup, rúmum 40 milljörðum króna. Félögin kalla nú eftir skýringum á ný vegna dómsskjals í máli bandarísku PGA-mótaraðarinnar gegn LIV-mótaröðinni. Sádar stofnuðu nýlega LIV-mótaröðina til höfuðs þeirri bandarísku og hyggjast þeir gera LIV að stærstu mótaröð heims. LIV er í eigu PIF, líkt og Newcastle, og kemur fram í dómsskjali í málinu að PIF sé fullvalda verkfæri konungsríkisins Sádi-Arabíu og að al-Rumayyan sé sitjandi ráðherra í sádísku ríkisstjórninni. Yasir al-Rumayyan, stjórnarformaður Newcastle.Owen Humphreys/PA Images via Getty Images Í ljósi tengslanna vekja gögnin spurningar hjá enskum úrvalsdeildarliðum þar sem Newcastle er sagt óháð stjórnvöldum í Sádi-Arabíu. Ef LIV sé ríkisrekin eining þá hljóti Newcastle að vera það einnig. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa kallað eftir endurmati á hlutdeild sádíska ríksins hvað Newcastle varðar og samkvæmt The Guardian hafa fjölmörg ensk úrvalsdeildarlið haft samband við deildina og óskað eftir skýringum.
Sádi-Arabía LIV-mótaröðin Enski boltinn Golf Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira