Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 08:00 Jürgen Klopp og Erik ten Hag biðla til stuðningsfólks að hætta að syngja um harmleiki á borð við flugslysið í München og Heysel og Hillsborough slysin. Richard Sellers/Soccrates/Getty Images Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira
Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Sjá meira