Ten Hag og Klopp biðja stuðningsfólk um að hætta að syngja um harmleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 08:00 Jürgen Klopp og Erik ten Hag biðla til stuðningsfólks að hætta að syngja um harmleiki á borð við flugslysið í München og Heysel og Hillsborough slysin. Richard Sellers/Soccrates/Getty Images Erik ten Hag og Jürgen Klopp, knattspyrnustjórar erkifjendanna Manchester United og Liverpool, hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu þar sem þeir biðla til stuðningsfólks um að hætta að syngja ákveðna söngva um harmleiki á leikjum liðanna. Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Liverpool tekur á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni síðar í dag í einum af leikjum ársins í deildinni. Söngvar stuðningsfólks hafa þó einstaka sinnum sett svartan blett á viðureign þessara liða. Stuðningsfólk Liverpool hefur tekið upp á því að syngja um flugslysið í München þar sem 23 fórust í flugtaki, þar af átta leikmenn Manchester United, og stuðningsfólk United hefur sungið um Heysel og Hillsborough slysin. 39 manns létu lífið í Heysel slysinu og 97 manns í Hillsborough slysinu. „Það er óásættanlegt að nýta sér það að fólk hafi týnt lífinu til að reyna að vinna sér inn stig og það er kominn tími til að þetta hætti,“ sagði Ten Hag. „Við elskum öll ástríðuna sem stuðningsfólk sýnir þegar þessi lið mætast, en það eru ákveðin strik sem maður fer ekki yfir.“ „Þau sem bera ábyrgð á þessum söngvum sverta ekki aðeins orðspor félagana, heldur einnig orðspor þeirra sjálfra, aðdáendanna og borganna beggja.“ Liverpool and Man United urge fans to stop tragedy chanting in Sunday’s game at Anfield. Ten Hag tells supporters not to cross the line and Klopp says ‘keep the passion and lose the poison’ via https://t.co/NRZglgmpJd #mufc https://t.co/9DAIdpDpsA— Chris Wheeler (@ChrisWheelerDM) March 4, 2023 Jürgen Klopp tók í sama streng og segir að þrátt fyrir að hann vilji heyra lætin í stuðningsfólkinu sé auðveldlega hægt að ganga of langt. „Þegar fjandskapurinn verður of mikill getur hann farið með fólk á staði sem eru ekki góðir fyrir neinn og það er eitthvað sem við þurfum ekki á að halda,“ sagði Klopp. „Við viljum læti, að fólk skyptist í fylkingar og að andrúmsloftið sé rafmagnað. En það sem við viljum ekki er allt sem gengur lengra en það og það á sérstaklega við söngva sem eiga ekkert skylt við fótbolta.“ „Ef við getum haldið ástríðunni og losað okkur við eitrið þá verður þetta mun betra fyrir alla,“ sagði Klopp að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira