„Við þurfum að stofna íslenskan her“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2023 19:56 Arnór hefur mikla reynslu af störfum tengdum varnarmálum Íslands. Hann telur að koma þurfi á fót íslenskum her. Vísir/Ívar Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur ekki þörf á því; ef auka ætti fjárframlög til varnarmála væri þeim betur varið í annað en íslenskan her. Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira
Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Sjá meira