„Við þurfum að stofna íslenskan her“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2023 19:56 Arnór hefur mikla reynslu af störfum tengdum varnarmálum Íslands. Hann telur að koma þurfi á fót íslenskum her. Vísir/Ívar Sérfræðingur í varnarmálum telur að stofna eigi íslenskan her, sem teldi um þúsund manns, til að bregðast við breyttum aðstæðum í varnarmálum Íslands. Utanríkisráðherra telur ekki þörf á því; ef auka ætti fjárframlög til varnarmála væri þeim betur varið í annað en íslenskan her. Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra. Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Það var margt um manninn þegar Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur kynnti nýja bók sína, Íslenskur her, breyttur heimur, nýr veruleiki. Bókin fjallar um þær áskoranir sem Ísland stendur frammi fyrir í varnarmálum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. „Þetta er ákall til Íslendinga og komandi kynslóða um um að við tökum öryggis- og varnarmál þjóðarinnar fastari tökum en við höfum gert hingað til,“ sagði Arnór þegar fréttastofa ræddi við hann á kynningu bókarinnar í Eymundsson við Skólavörðustíg í dag. Þrátt fyrir að Ísland sé aðili að Atlantshafsbandalaginu og með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin, standi Ísland samt frammi fyrir ákveðnu vandamáli. „Hvernig ætlum við að bregðast við fyrirvaralausum árásum, með því að tryggja innviði okkar, þannig að við getum fengið hingað liðsauka? Þeirri spurningu hefur ekki verið svarað af stjórnmálamönnum á Íslandi, en það gerum við í þessari bók.“ Og hvert er þá svarið? „Svarið er: Við þurfum að stofna íslenskan her. Herlið sem hefur sérþekkingu og fagmenntun til þess að takast á við þetta verkefni, sem verður uppspretta þekkingar og kunnáttu í landinu.“ Arnór segir að íslenskur her þyrfti að vera skipaður þúsund manns, auk fimm hundruð manna varaliðs og að slíkur her yrði í stakk búinn til að verja hernaðarlega mikilvæga innviði. Auk þess þurfi að stofna hermálanefnd innan Alþingis, sem og sérstakt varnarmálaráðuneyti. Myndi verja fjármunum í annað Utanríkisráðherra fer með varnarmál á Íslandi, og fagnar aukinni umræðu um varnarmál hér á landi, en er þó ekki á því að Ísland þurfi að koma sér upp her. Þessi hugmynd, þetta er svo sem kannski ekki mjög útbreidd skoðun. Í mínum samtölum, bæði við kollega og aðra, þá er ekki mikill þrýstingur á að Ísland byggi upp her, sem yrði auðvitað alltaf agnarsmár,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Ef auknum fjármunum yrði veitt til varnarmála á Íslandi telur Þórdís Kolbrún að þeim yrði betur varið annars staðar. Ísland sé þó á góðri leið með sín varnarmál, meðal annars með því að bæta við hermálafulltrúa í Washington og auka framlög til NATO. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra telur ekki þörf á íslenskum her.Vísir/Ívar „Fyrir herlausa þjóð sem er bæði í NATO og með varnarsamning við Bandaríkin, þá tel ég ekki þörf á sérstökum varnarmálaráðherra.“ Í bók sinni veltir Arnór upp þeim möguleika að Atlantshafsbandalagið yrði óstarfhæft og tvíhliða varnarmálasamningi Bandaríkjanna yrði sagt upp. Þórdís Kolbrún hefur takmarkaðar áhyggjur af því. Auðvitað getur Evrópa ekki í of miklum mæli einhvern veginn treyst á Bandaríkin, sem við gerum í dag. Það er samstarfsverkefni. Enda eru öll ríki að auka fjármuni í varnartengd verkefni í sínum löndum. Þar af leiðandi finnst mér að sjálfsögðu að Ísland eigi að gera það líka,“ segir utanríkisráðherra.
Öryggis- og varnarmál Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira