Kjaraviðræður FFS og SA hafa verið í miklum hnút undanfarnar vikur og til stóð að yfirvinnubann flugmálastarfsmann hæfist klukkan 16 í dag. Því var aflýst fyrr í dag án þess að nokkur skýring fengist á því hvers vegna það var gert.
Í tilkynningu á Facebooksíðu FFS má sjá ástæðuna, samningar hafa náðst. Þar segir að tímasetningar fyrir kynningar á nýjum kjarasamningi verði auglýstar síðar.
„Til hamingju öllsömul!“ segir samninganefndin í tilkynningunni.