Murdaugh fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2023 06:37 Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh í dómsal í gær. AP Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh var í nótt fundinn sekur um að hafa myrt eiginkonu sína og son í þeim tilgangi að draga athyglina frá margmilljóna dala efnahagsbrotum sínum. Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Réttarhöld í málinu hafa farið fram í Suður-Karólínu síðustu sex vikurnar, en í frétt BBC segir frá því að tólf manna kviðdómur í málinu hafi verið innan við þrjá tíma að komast að niðurstöðu í málinu. Murdaugh var sakfelldur fyrir tvö morð og á nú yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi hið minnsta fyrir hvort morð. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Alex Murdaugh hafði samband við Neyðarlínuna umrætt kvöld og sagðist þá hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar sem sé með elliglöp. Rannsókn leiddi síðar í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var að lokum ákærður fyrir morðin í júlí á síðasta ári. Dómari í málinu sagði augljóst af sönnunargögnum að dæma, að Murdaugh væri sekur í málinu. Hann hafnaði einnig kröfu verjanda um að vísa málinu frá vegna formgalla. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Sveik fé Alex Murdaugh var einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu og mikilsvirtir saksóknarar. Murdaugh neitaði fyrir dómi að hafa myrt eiginkonu sína og son, en játaði þó fjársvikin. Fram kom að hann hafi um árabil svikið fé frá samstarfsmönnum og viðskiptavinum sínum til að standa straum af verkjalyfjafíkn sinni og mikilli eyðslusemi. Laug að lögreglu Rannsókn lögreglu á málinu tók langan tíma en morðvopnin fundust aldrei. Gögn hafi þó sýnt fram á að Murdaugh hafi logið að lögreglumönnum, en þau hafi sýnt fram á að Murdaugh hafi verið á morðstaðnum um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það hafi komið fram í myndbandi sem fannst í síma Pauls Murdaughs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Nánar má lesa um málið í fyrri frétt Vísis.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10 Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. 1. mars 2023 11:10