Umsækjendurnir eru eftirfarandi:
Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu
Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu
Sandra Brá Jóhannsdóttir, sérfræðingur og fv. sveitarstjóri
Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu
Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra mun skipa í embættið frá og með 1. maí næstkomandi.
Þriggja manna nefnd skipuð af Trausta Fannari Valssyni, dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektors Háskólans á Bifröst og Kristjáni Skarphéðinssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, munu meta hæfi umsækjenda. Trausti Fannar er formaður nefndarinnar.