Hakimi hafnar ásökunum um nauðgun Sindri Sverrisson skrifar 1. mars 2023 09:01 Achraf Hakimi var á meðal gesta á verðlaunahófi FIFA rétt eftir að fréttir bárust af því að hann sætti lögreglurannsókn vegna meintrar nauðgunar. Getty Marokkóski fótboltamaðurinn Achraf Hakimi, varnarmaður PSG í Frakklandi, hefur vísað á bug ásökunum um nauðgun. Hann er sagður sæta lögreglurannsókn vegna gruns um að hafa nauðgað konu um síðustu helgi. Samkvæmt frönskum miðlum á borð við Le Parisien munu Hakimi og konan hafa kynnst í gegnum Instagram og ákveðið að hittast, en hann er kvæntur tveggja barna faðir. Þau munu svo hafa hist á heimili Hakimi í París síðastliðið laugardagskvöld, og daginn eftir leitaði konan til lögreglu. Lögmaður Hakimi, Fanny Colin, sagði í yfirlýsingu til Le Parisien að leikmaðurinn hefði ekki gert neitt rangt: „Ásakanirnar eru falskar. Hann er rólegur og í höndum réttarkerfisins,“ sagði Colin. Ekkert hefur heyrst frá PSG vegna málsins en fréttir af því tóku að berast á mánudag, aðeins örfáum klukkustundum áður en Hakimi mætti á verðlaunahóf FIFA þar sem besta knattspyrnufólk ársins 2022 var heiðrað. Þar var Hakimi valinn í úrvalslið ársins. AFP hefur einnig leitað eftir viðbrögðum frá lögreglu sem vill ekki tjá sig um málið. Hakimi, sem er 24 ára gamall, var hluti af marokkóska landsliðinu sem sló í gegn á HM í Katar í desember og náði 4. sæti. Hann hefur spilað 61 landsleik og skorað átta mörk. Hakimi gekk í raðir PSG árið 2021 eftir að hafa einnig spilað fyrir Real Madrid, Dortmund og Inter. Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Samkvæmt frönskum miðlum á borð við Le Parisien munu Hakimi og konan hafa kynnst í gegnum Instagram og ákveðið að hittast, en hann er kvæntur tveggja barna faðir. Þau munu svo hafa hist á heimili Hakimi í París síðastliðið laugardagskvöld, og daginn eftir leitaði konan til lögreglu. Lögmaður Hakimi, Fanny Colin, sagði í yfirlýsingu til Le Parisien að leikmaðurinn hefði ekki gert neitt rangt: „Ásakanirnar eru falskar. Hann er rólegur og í höndum réttarkerfisins,“ sagði Colin. Ekkert hefur heyrst frá PSG vegna málsins en fréttir af því tóku að berast á mánudag, aðeins örfáum klukkustundum áður en Hakimi mætti á verðlaunahóf FIFA þar sem besta knattspyrnufólk ársins 2022 var heiðrað. Þar var Hakimi valinn í úrvalslið ársins. AFP hefur einnig leitað eftir viðbrögðum frá lögreglu sem vill ekki tjá sig um málið. Hakimi, sem er 24 ára gamall, var hluti af marokkóska landsliðinu sem sló í gegn á HM í Katar í desember og náði 4. sæti. Hann hefur spilað 61 landsleik og skorað átta mörk. Hakimi gekk í raðir PSG árið 2021 eftir að hafa einnig spilað fyrir Real Madrid, Dortmund og Inter.
Franski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira