Stuðningsmennirnir brenndu treyju Balotelli í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2023 12:31 Mario Balotelli er að upplifa mjög erfiðar vikur með FC Sion. Getty/DeFodi Images Mario Balotelli spurði um árið: Af hverju alltaf ég? Enn á ný virðist þetta eiga við. Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023 Sviss Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Ítalski knattspyrnumaðurinn hefur flakkað á milli félaga undanfarin ár og stoppar oft stutt við á hverjum stað. Við þekkjum hann frá því að hann spilaði með Manchester City, Internazionale og seinna með Liverpool. Undanfarin ár hefur þessi fyrrum lofaði framherji hins vegar fjarlægst bestu deildir í Evrópu. Nú er hann leikmaður Sion í Sviss. Það byrjaði ágætlega og Mario Balotelli skoraði meðal annars í fjórum leikjum í röð í október. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Nú er hins vegar svo komið að Balotelli hefur ekki skorað fyrir Sion síðan um miðjan nóvember. Hann bar fyrirliðabandið um helgina en ekki breytti það miklu. Það sem meira er að liðið steinlá 4-0 á móti St. Gallen á heimavelli. Sion hefur ekki unnið leik síðan í október og tapið um helgina var það fimmta í síðustu sjö leikjum. Stuðningsmennirnir hafa ákveðið að gera Balotelli að blóraböggli. Áróðursborðum í stúkunni var beint gegn honum og á einum stóð: Annað hvort legðu þig fram í treyjunni eða drullaðu þér í burtu. Eftir að liðið fékk á sig hvert markið á fætur öðru í leiknum þá ákváðu stuðningsmennirnir að gang svo langt að brenna treyju Balotelli í stúkunni. Þau gætu því ekki verið skýrari skilaboðin frá þeim. Sion liðið er í bullandi fallhættu með jafnmörg stig og botnliðið en með betri markatölu. Fyrir tíu umferðum var liðið í þriðja sætinu en síðan hefur verið algjört hrun. Sion fans are actually so pissed with the lackluster performance of Mario Balotelli that they started burning his jersey during the last match, when they lost to FC St. Gallen 0-4 at home.https://t.co/Fhqtevb2is#Balotelli #MarioBalotelli #FCSion pic.twitter.com/dI5fOJJlqJ— Swiss Football Data (@swissfootdata) February 26, 2023
Sviss Fótbolti Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira