Napoli liðið er með átján stiga forystu á toppi deildarinnar og á góðri leið með því að vinna ítölsku deildina í fyrsta sinn síðan liðið vann með Diego Maradona vorið 1990.
Victor Osimhen hefur skorað 19 mörk í 20 leikjum og hefur sex marka forystu á listanum yfir markahæstu menn deildarinnar.
Bakararnir Giuseppe og Salvatore Mellone í Fresco Forno kökugerðinni ákváðu að heiðra súperstjörnu liðsins með því að búa til sérstaka Osimhen köku.
Þetta er súkkulaðikaka með salt-karamellu og súkulaðidropa. Auðvitað er kakan með ljósan koll og grímu eins og Osimhen.
Það var ekki að spyrja að því en kakan sló í gegn eins og ítalska blaðið Gazzetta dello Sport sagði frá.