„Besti kokkur í heimi“ missir óvænt eina Michelin-stjörnuna Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2023 07:48 Kokkurinn Guy Savoy (fyrir miðju) með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Mauricio Macri (til hægri), fyrrverandi forseta Argentínu. Lengst til vinstri er Juliana Awada, fyrrverandi forsetafrú Argentínu, og við hlið hennar Brigitte Macron, forsetafrú Frakklands. Myndin er tekin 2018. EPA Veitingastaður franska meistarakokksins Guy Savoy hefur misst eina af Michelin-stjörnum sínum eftir að hafa skartað þremur slíkum í heil nítján ár. Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926. Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kokkurinn Savoy var í nóvember síðastliðinn valinn „besti kokkur í heimi“ sjötta árið í röð af La Liste. Savoy er yfirkokkur og eigandi veitingastaðarins Guy Savoy sem er að finna við suðurbaka Signu, nærri brúnni Pont Neuf, í frönsku höfuðborginni. Veitingastaðurinn hlaut þrjár Michelin-stjörnur árið 2002 og hefur haldið þeim í einhver nítján ár. Greint var frá því í gær að veitingastaðurinn hefði nú misst eina stjörnuna og því „einungis“ fengið tvær stjörnur. Michelin-stjörnur eru almennt taldar vera mesta viðurkenning sem veitingastaðir geta fengið og er mest hægt að fá þrjár stjörnur. Gwendal Poullennec, sem starfar hjá Michelin við úthlutunina, segir í samtali við AFP að um sé að ræða einstaka veitingastaði sem fái Michelin-stjörnur og að það sé mikil vinna og hugsun sem liggi að baki hverri úthlutun. Fulltrúar Michelin sæki staðina nokkrum sinnum yfir árið þar sem þeir taka út staðinn. Ekki eru gefnar skýringar á því opinberlega hver ástæðan sé fyrir því að staðurinn hafi nú misst eina stjörnuna. Poullennec leggur áherslu á að Michelin notist ekki einungis við útsendara frá Frakklandi heldur einnig erlendis frá. Frá veitingastað Guy Savoy í París.Guy Savoy Þetta sé í fyrsta sinn frá árinu 2019 sem franskur veitingastaður fari úr þremur stjörnum í tvær. Savoy sagðist í gærkvöldi hugsa til samstarfsfólks síns og að hann myndi ræða við þá í dag, að því er segir í De Standaard. „Við töpuðum leiknum í ár en ætlum okkur að vinna hann aftur að ári,“ sagði Savoy í yfirlýsingu eftir að ljóst var að staðurinn hefði misst eina stjörnuna. Michelin-stjörnum var fyrst úthlutað til veitingastaða árið 1926.
Michelin Frakkland Veitingastaðir Matur Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira