Finnst ekki raunhæft að sjá fólk eins og það vill að það sé séð Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2023 10:31 Iva hefur harðlega verið gagnrýnd fyrir sínar skoðanir. Lögfræðineminn Iva Marín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk að undanförnu en rætt var við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Hún var til að mynda tekin úr auglýsingu frá ferðamálastofu á dögunum eins og fjallað var um á Vísi. „Ég ætla taka það alveg skýrt fram að ég hef ekki neitt á móti neinum, engu fólki almennt. Það eina sem ég hef viljað ræða er hugmyndafræði og hugmyndir hjá okkur í samfélaginu. Það hefur því miður haft það í för með sér að ég hef verið máluð upp sem transfóbísk með hatursorðræðu þrátt fyrir að ég hafi í alvörunni lagt mig fram við það að gera það ekki,“ segir Iva í samtali við Sindra Sindrason. Samfélagið virðist ekki tilbúið Iva segist vera harður femínisti en þoli ekki umræðu um að einhver sé að verða undir í umræðunni. Fólk eigi að geta sagt sína skoðun á hverju sem er. Hún neitar með öllu jaðarsetningu á sér eða öðrum en sjálf er Iva blind og samkynhneigð. „Ég held að það fari í taugarnar á fólki því ég vill taka umræðuna og umgangast fólk á jafningjagrundvelli. Það hefur sýnt sig síðustu vikurnar að samfélagið virðist ekki vera tilbúið í það,“ segir Iva og bætir við að mjög margir séu sammála henni en nenni ekki að tjá sig af hræðslu við það að vera tekið af lífi á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sem hafi tekið svolítið steininn úr er að ég hrósaði J.K Rowling fyrir sinn málaflutning árið 2020 og þá var mér svolítið ýtt út í horn. Vegna þess að hún kom fram með þá fullyrðingu að bara konur færu á blæðingar. Ég studdi það að það væri mikilvægt að halda því til haga. Ef við viðurkennum ekki sem samfélag sérstöðu kvenna þá eru enginn réttindi til að berjast fyrir. Það er í rauninni mitt femínska sjónarhorn sem ég held að stuði.“ Dónalegt og ókurteisi Sindri segist hafa flett Ivu upp á netinu og þá hafi komið upp ótal greinar um að Iva væri transfóbísk. Því lág beinast við að spyrja hana: viðurkennir þú ekki að transkonur séu konur og að transmenn séu menn? „Það sem ég viðurkenni ekki og mér finnst ekki vera raunhæft er að við eigum að sjá fólk eins og það vill að við sjáum það. Mér finnst það ekki forsenda mín né annara að stjórna hvaða ímynd við höfum á fólki. Ég myndi persónulega gera það en fólk hefur samt val um að gera það ekki. Óvitað finnst mér það dónalegt og mér finnst það ókurteist en það er bara ekkert við því að gera. Fólk hefur val hvernig það sér fólk og það er hvorki mitt val né annarra hvernig það stjórnar því,“ segir Iva en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Málefni trans fólks Tjáningarfrelsi Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira