Afgreiðslukonan hafi „eiginlega ekkert“ sofið í níu daga vegna álags Máni Snær Þorláksson skrifar 27. febrúar 2023 21:47 Þórarinn Leifsson leiðsögumaður. Bylgjan Þórarinn Leifsson, leiðsögumaður og rithöfundur, hefur áhyggjur af þeim gífurlega fjölda ferðamanna sem koma til Íslands. Hann segir að grípa þurfi til aðgerða og telur best að byrja á skemmtiferðaskipunum. Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“ Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira
Þórarinn hóf störf sem leiðsögumaður haustið 2017. Í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni sagðist hann vera byrjaður að fá á tilfinninguna að Ísland sé að drukkna í ferðamönnum. „Ég veit að þetta hljómar fáránlega, en svona leggst þessi tilfinning yfir mig. Við erum að drukkna í erlendu fólki með flíshúfur sem þarfnast skyndikynna og þjónustu á hjara veraldar,“ sagði Þórarinn í færslunni sem vakti töluverða athygli. Margir leiðsögumenn hafi áhyggjur Rætt var við Þórarinn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um málið. „Ég er ekki að segja að ég hafi orðið fyrir áfalli en mér fannst eins og umferðin hefði tvöfaldast, það var tilfinningin sem ég fékk,“ segir leiðsögumaðurinn í viðtalinu. Að sögn Þórarins eru þeir leiðsögumenn sem hann hefur rætt við um málið flestir sammála honum. „Það eru margir uggandi um þetta, hvort við ráðum við þetta.“ Til að lýsa því hvað álagið á ferðaþjónustuna er mikið segir Þórarinn frá afgreiðslukonu, sem vinnur á kaffihúsinu í Reynisfjöru, sem hann ræddi við. Sú sagði við Þórarinn að hún væri „eiginlega ekkert“ búin að sofa í níu daga. Horfir til Osló Aðspurður um það hvernig hægt sé að leysa þetta segir Þórarinn að það þyrfti að dreifa ferðamönnum betur um landið. „Við hefðum náttúrulega helst þurft að hafa þetta eins og í Osló þar sem innanlandsflugvöllurinn er við hliðina á alþjóðaflugvellinum. Eins og þið vitið þá vill enginn gera það og missa flugvöllinn héðan. Það væri best ef við gætum mokað ferðamönnum frá Keflavík beint út á land, beint til Ísafjarðar og Egilsstaða.“ Hann segir að jafnvel væri hægt að hafa bara bæði innanlandsflugvöll í Keflavík og í höfuðborginni. Ekki á sama máli og Bubbi Í athugasemdunum við færslu Þórarins viðraði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens þá hugmynd að loka Íslandi. Þórarinn er þó ekki á því að það eigi að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða. „Nei ég held að það sé ekki praktískt. Við nutum okkur öll í Covid en ég lifi á þessu, það eru mjög margir sem lifa á þessu. En það er gott hjá Bubba að skvetta smá vatni og koma umræðunni af stað.“ Þórarinn segir þó að eitthvað þurfi að gera. „Ég hef ekki hundsvit um hvað við eigum að gera en einhver þarf að gera eitthvað. Ég held við ættum að byrja á skemmtiferðaskipunum,“ segir hann. „Ég vil byrja á skipunum, absalút. Ég held að það séu ofboðslega margir sammála því að þetta sé ekki alveg sniðugt. Þú ert að moka svona átta þúsund manns í einu á bryggjuna í Reykjavík, Djúpavogi eða Ísafirði.“
Reykjavík síðdegis Ferðamennska á Íslandi Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara Sjá meira