Liðin voru jöfn að stigum í 2. og 3.sæti deildarinnar þegar kom að leiknum í dag en snemma var ljóst í hvað stefndi eftir að flautað var til leiks.
Bæjarar, sem voru á heimavelli, gerðu út um leikinn á síðasta stundarfjórðungi fyrri hálfleiks. Eric Maxim Choupo Moting opnaði markareikninginn á 31.mínútu og tíu mínútum síðar skoraði Kingsley Coman.
Ungstirnið Jamal Musiala skoraði þriðja mark Bayern á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og úrslitin nær ráðin í leikhléi.
Fór að lokum svo að ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 3-0 fyrir Bayern Munchen sem hefur 46 stig á toppi deildarinnar; jafnmörg stig og Dortmund en Union Berlin kemur í humátt á eftir með 43 stig.