Metdagur í gær en tuttugu metrar í kortunum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2023 17:56 Um 2.500 manns voru á svæðinu í gær á stærsta degi vetrarins. Vísir/Tryggvi Metfjöldi heimsótti Hlíðarfjall á Akureyri í gær. Vetrarfrí í skólum standa yfir og höfðu fjölmargir skíðaáhugamenn lagt leið sína norður. Hvessa tók í dag og loka þurfti skíðasvæðinu snemma. Gert er ráð fyrir áframhaldandi suðvestanátt á morgun. „Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
„Það voru 2.500 manns sem voru í gær í fjallinu þannig að það hefur verið stærsti dagurinn hingað til – svona „páskadagur“ má segja. Það var rosalega lítill vindur, gott færi og gott veður. Þannig að það var frábær dagur í gær. Og maður vonaði að þetta yrði til friðs í dag en þetta er búinn að vera lægðavetur,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í samtali við Vísi. Nóg af snjó en mætti kólna Nokkuð hlýtt hefur verið á svæðinu, á bilinu fimm til sjö gráður, en Brynjar Helgi segir að nóg sé af snjó. Farið hafi verið í snjóframleiðslu í liðinni viku en hann vonar hins vegar að það fari aðeins að kólna. Vindurinn hefur hins vegar leikið skíðafólk grátt. Brynjar Helgi segir að gera megi ráð fyrir því að lokað verði á morgun vegna veðurs. Staðan verði að sjálfsögðu metin jafnóðum. Í dag var opið frá klukkan tíu til tólf. „Það eru áframhaldandi tuttugu metrar plús á sekúndu og suðvestan áfram. Það verður erfitt að sjá hvernig þetta á eftir að fara á morgun. Við förum upp eftir á morgun og skoðum aðstæður. Ef það eru fimm til tíu metrar á sekúndu þá reynum við að opna einhverjar lyftur. En svo sjáum við alltaf til hvernig þetta þróast.“ Til hvaða bragðs eiga skíðaáhugamenn að taka? „Skoða svæðin í kring; skoða Dalvík, skoða Siglufjörð. Það er oft skaplegt veður á svæðum í kring þó það sé suðvestan hjá okkur. En svo er það líka að bíða og sjá – fylgjast með upplýsingum í fyrramálið,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.
Veður Akureyri Skíðasvæði Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira