Brúnni lokað og bræður læstir inni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 19:10 Stöpullinn fór undan brúnni í vatnavöxtum fyrr í febrúar en skaðinn kom ekki í ljós fyrr en í dag. Nú er umferð um brúna talin hættuleg. Eggert Norðdahl Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar.
Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Sjá meira
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11