Verða samfélagsmiðlar stéttskiptir? Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2023 20:01 Áskriftarþjónustur á samfélagsmiðlum eru að verða sífellt algengari. Getty/S3studio Tvö af stærstu samfélagsmiðlafyrirtækjum heims, Meta (áður Facebook) og Twitter, ætla að bjóða notendum að greiða mánaðargjald í skiptum fyrir aukið öryggi, vernd persónuupplýsinga og aukna dreifingu á samfélagsmiðlum. Þjónustu sem færa má sterk rök fyrir því að eigi að vera sjálfsagður hlutur fyrir almenna notendur samfélagsmiðla. Í gegnum árin hafa notendur samfélagsmiðla að mestu greitt fyrir aðgang að miðlunum með persónuupplýsingum sínum. Fyrirtækin sem reka umrædda miðla hafa notað þær upplýsingar til að selja auglýsingar sem hægt er að hnitmiða á tiltekna hópa notenda. Þetta virðist vera að breytast. Búið er að taka upp áskriftarþjónustur á Twitter, Snapchat og Telegram. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti svo nýverið að taka ætti um áskriftarþjónustu á Facebook og Instagram. Notendur sem borga fyrir áskriftarþjónustuna, sem kallast Meta Verified, munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Áskrifendur munu einnig geta staðfest hverjir þeir eru og þannig auka öryggi gegn því að aðrir þykist vera þeir. Þjónustan mun kosta 11,99 dali á mánuði fyrir Facebook og Instagram, sé Facebook notað í vafra í tölvum. Sé Facebook notað í Android eða iOS stýrikerfi Apple kostar þjónustan 14,99 dali. Fyrst verður boðið upp á þjónustuna í Nýja-Sjálandi og Ástralíu og á hún svo að vera í boði í öðrum ríkjum heims á næstu mánuðum Minni tekjur eftir Covid Þessar breytingar hafa að miklu leyti verið raktar til þess að auglýsingatekjur samfélagsmiðlafyrirtækja hafa dregist saman í kjölfar faraldurs Covid, þegar tekjur þessara fyrirtækja ruku upp. Tekjustaðan er sérstaklega slæm hjá Twitter þar sem einhver stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna hafa dregið úr auglýsingum samhliða því að Elon Musk, sem keypti fyrirtækið í fyrra, hefur opnað samfélagsmiðilinn fyrir öfgafólki og öðrum sem hafði verið úthýst þaðan. Musk hefur leitað allra leiða til að auka tekjur Twitter því við yfirtöku hans á fyrirtækinu stökkbreyttust skuldir þess og vaxtagreiðslur jukust til muna. Twitter hafði á undanförnum árum skilað litlum hagnaði. Það sem áskrifendur Twitter fá fyrir sinn pening, enn sem komið er, er aukin dreifing. Tíst áskrifenda eru líklegri til að ramba á skjái notenda sem fylgjast ekki með viðkomandi áskrifenda. Svör áskrifenda við tístum annarra eins og stjórnmálamanna eru einnig líklegri til að vera efri á skjánum en svör annarra notenda sem borga ekki. Þeir geta einnig breytt tístum sínum og skrifað lengri tíst en frekari upplýsingar má finna hér. Fá nánast eingöngu tekjur frá auglýsingum Meta hefur ekki verið í sambærilegum vanda með tekjur og Twitter en fyrirtækið reiðir sig gífurlega á auglýsingatekjur. Nýjasta ársfjórðungsuppgjör Meta sýndi að tekjur fyrirtækisins af auglýsingum á síðustu þremur mánuðum 2022 voru 31,3 milljarður dala. Heildartekjur fyrirtækisins á þessu tímabili voru 32,2 milljarðar. Allt síðasta ár voru tekjur Meta af auglýsingum 113,6 milljarðar en heildartekjurnar 116,6 milljarðar. Fram kom í kynningu forsvarsmanna Meta á uppgjörinu að persónuverndarbreytingar hjá Apple hefðu haft gífurleg áhrif á auglýsingatekjur fyrirtækisins. Áætlað væri að þær hefðu kostað Meta rúma tíu milljarða dala í fyrra, samkvæmt frétt Financial Times. Meta gæti hagnast verulega á áskriftarsölu en forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu nýverið að um tveir milljarðar manna notuðu Facebook daglega og nærri því þrír milljarðar notuðu einhverjar af vörum Meta, eins og Instagram, WhatsApp og Messenger. Þegar notandi Facebook sagði við yfirlýsingu Zuckerberg að þessi öryggisþjónusta ætti að vera aðgengilega öllum án gjalds, sagði auðjöfurinn að það yrði í rauninni of dýrt. Fleiri missa stjórn á síðum sínum Í frétt CNBC er haft eftir hjálparsamtökum að í Bandaríkjunum hafi tilvik þar sem óprúttnir aðilar náðu tökum á samfélagsmiðlasíðum fólks hafi fjölgað um 288 prósent milli 2021 og 2022. Þá eru sjálfvirk kerfi Facebook og Instragram reglulega að loka á aðgang fólks að síðum þeirra. Áskriftarþjónusta Meta felur meðal annars í sér að þeir sem borga munu fá forgang að þjónustustarfsfólki fyrirtækisins og eiga auðveldara með að endurheimta síður sínar. CNBC segir greinendur Bank of America telja að meta gæti fengið um tólf milljónir áskrifenda á einu ári. Það myndi auka tekjur fyrirtækisins um 1,7 milljarð dala. Öryggissérfræðingar eru þó fullir efasemda. Einn slíkur sagði miðlinum að hægt væri að komast hjá því ferli þar sem ganga á úr skugga um að notendur séu þeir sem þeir segjast vera. Þar að auki sé einfaldlega rangt að rukka fólk fyrir að tryggja persónuupplýsingar þeirra. Líkti áskriftarþjónustu Meta við glæpastarfsemi Tækniblaðamaður Washington Post var óvæginn í garð Meta í nýlegri grein og sagði nýjustu yfirlýsingu Zuckerbergs minna sig á mafíósa. Verið sé að tilkynna notendum Facebook að ef þau borga ekki, geti þau gleymt því að geta endurheimt síður sínar á Facebook og Instagram úr höndum svikahrappa og tölvuþrjóta. Markmiðið sé að rukka fólk fyrir þjónustu sem eigi auðvitað að vera til staðar fyrir alla. Í grein WP segir að svipaða sögu sé að segja af nýjum vendingum hjá Twitter þar sem tilkynnt var að notendur sem greiða ekki áskriftargjald muni ekki lengur hafa aðgang að einkenningu við innskráningu í gegn sms. „Við þurfum að draga línu í sandinn. Öryggi, persónuvernd og grunnþjónusta ætti að vera aðgengilegt öllum, ekki bara þeim sem borga meira,“ segir í grein WP. Talskona frá Meta sagði blaðamanni Washington Post að áskriftarþjónustan væri sérstaklega ætluð áhrifavöldum og framleiðendum. Hún gæti hjálpað þeim að ná til fleiri notenda og tryggja öryggi þeirra. Áskriftarþjónustur bæði Meta og Twitter hafa engin áhrif á fjölda auglýsinga sem otað er að notendum. Hvað þýðir þetta fyrir almenna notendur? Það er stóra spurningin. Þessar vendingar á samfélagsmiðlum vekja upp spurningar um það hvort það eina sem almennir notendur muni sjá í framtíðinni séu færslur frá áhrifavöldum, ústendurum stjórnmálamanna , svikahröppum, málpípum mismunandi ríkisstjórna heimsins og þjörkum. Flestir eru til að mynda á Facebook til að fylgjast með helstu vendingum hjá vinum sínum og ættingjum, svo það er ekki ólíklegt að breytist tímalínur notenda með þessum hætti muni það hafa neikvæð áhrif á upplifun þeirra. Áskriftarþjónustur á samfélagsmiðlum skapa einnig nokkurs konar stéttaskiptingu þar sem þeir sem hafa efni á og vilja borga, fá betri upplifun af samfélagsmiðlunum og skoðanir þeirra og annarskonar færslur fá meiri dreifingu en færslur annarra. Þá er eðlilegt að hafa efasemdir um það að selja aukið öryggi, sem allir notendur ættu ef til vill að hafa sjálfkrafa aðgang að. Til lengri tíma verður áhugavert að sjá hvort þessar breytingar muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur samfélagsmiðla og fjölda notenda. Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Fréttaskýringar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Í gegnum árin hafa notendur samfélagsmiðla að mestu greitt fyrir aðgang að miðlunum með persónuupplýsingum sínum. Fyrirtækin sem reka umrædda miðla hafa notað þær upplýsingar til að selja auglýsingar sem hægt er að hnitmiða á tiltekna hópa notenda. Þetta virðist vera að breytast. Búið er að taka upp áskriftarþjónustur á Twitter, Snapchat og Telegram. Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, tilkynnti svo nýverið að taka ætti um áskriftarþjónustu á Facebook og Instagram. Notendur sem borga fyrir áskriftarþjónustuna, sem kallast Meta Verified, munu fá aukna vernd, beinan aðgang að þjónustuveri Meta og aukna dreifingu á færslum þeirra. Áskrifendur munu einnig geta staðfest hverjir þeir eru og þannig auka öryggi gegn því að aðrir þykist vera þeir. Þjónustan mun kosta 11,99 dali á mánuði fyrir Facebook og Instagram, sé Facebook notað í vafra í tölvum. Sé Facebook notað í Android eða iOS stýrikerfi Apple kostar þjónustan 14,99 dali. Fyrst verður boðið upp á þjónustuna í Nýja-Sjálandi og Ástralíu og á hún svo að vera í boði í öðrum ríkjum heims á næstu mánuðum Minni tekjur eftir Covid Þessar breytingar hafa að miklu leyti verið raktar til þess að auglýsingatekjur samfélagsmiðlafyrirtækja hafa dregist saman í kjölfar faraldurs Covid, þegar tekjur þessara fyrirtækja ruku upp. Tekjustaðan er sérstaklega slæm hjá Twitter þar sem einhver stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna hafa dregið úr auglýsingum samhliða því að Elon Musk, sem keypti fyrirtækið í fyrra, hefur opnað samfélagsmiðilinn fyrir öfgafólki og öðrum sem hafði verið úthýst þaðan. Musk hefur leitað allra leiða til að auka tekjur Twitter því við yfirtöku hans á fyrirtækinu stökkbreyttust skuldir þess og vaxtagreiðslur jukust til muna. Twitter hafði á undanförnum árum skilað litlum hagnaði. Það sem áskrifendur Twitter fá fyrir sinn pening, enn sem komið er, er aukin dreifing. Tíst áskrifenda eru líklegri til að ramba á skjái notenda sem fylgjast ekki með viðkomandi áskrifenda. Svör áskrifenda við tístum annarra eins og stjórnmálamanna eru einnig líklegri til að vera efri á skjánum en svör annarra notenda sem borga ekki. Þeir geta einnig breytt tístum sínum og skrifað lengri tíst en frekari upplýsingar má finna hér. Fá nánast eingöngu tekjur frá auglýsingum Meta hefur ekki verið í sambærilegum vanda með tekjur og Twitter en fyrirtækið reiðir sig gífurlega á auglýsingatekjur. Nýjasta ársfjórðungsuppgjör Meta sýndi að tekjur fyrirtækisins af auglýsingum á síðustu þremur mánuðum 2022 voru 31,3 milljarður dala. Heildartekjur fyrirtækisins á þessu tímabili voru 32,2 milljarðar. Allt síðasta ár voru tekjur Meta af auglýsingum 113,6 milljarðar en heildartekjurnar 116,6 milljarðar. Fram kom í kynningu forsvarsmanna Meta á uppgjörinu að persónuverndarbreytingar hjá Apple hefðu haft gífurleg áhrif á auglýsingatekjur fyrirtækisins. Áætlað væri að þær hefðu kostað Meta rúma tíu milljarða dala í fyrra, samkvæmt frétt Financial Times. Meta gæti hagnast verulega á áskriftarsölu en forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu nýverið að um tveir milljarðar manna notuðu Facebook daglega og nærri því þrír milljarðar notuðu einhverjar af vörum Meta, eins og Instagram, WhatsApp og Messenger. Þegar notandi Facebook sagði við yfirlýsingu Zuckerberg að þessi öryggisþjónusta ætti að vera aðgengilega öllum án gjalds, sagði auðjöfurinn að það yrði í rauninni of dýrt. Fleiri missa stjórn á síðum sínum Í frétt CNBC er haft eftir hjálparsamtökum að í Bandaríkjunum hafi tilvik þar sem óprúttnir aðilar náðu tökum á samfélagsmiðlasíðum fólks hafi fjölgað um 288 prósent milli 2021 og 2022. Þá eru sjálfvirk kerfi Facebook og Instragram reglulega að loka á aðgang fólks að síðum þeirra. Áskriftarþjónusta Meta felur meðal annars í sér að þeir sem borga munu fá forgang að þjónustustarfsfólki fyrirtækisins og eiga auðveldara með að endurheimta síður sínar. CNBC segir greinendur Bank of America telja að meta gæti fengið um tólf milljónir áskrifenda á einu ári. Það myndi auka tekjur fyrirtækisins um 1,7 milljarð dala. Öryggissérfræðingar eru þó fullir efasemda. Einn slíkur sagði miðlinum að hægt væri að komast hjá því ferli þar sem ganga á úr skugga um að notendur séu þeir sem þeir segjast vera. Þar að auki sé einfaldlega rangt að rukka fólk fyrir að tryggja persónuupplýsingar þeirra. Líkti áskriftarþjónustu Meta við glæpastarfsemi Tækniblaðamaður Washington Post var óvæginn í garð Meta í nýlegri grein og sagði nýjustu yfirlýsingu Zuckerbergs minna sig á mafíósa. Verið sé að tilkynna notendum Facebook að ef þau borga ekki, geti þau gleymt því að geta endurheimt síður sínar á Facebook og Instagram úr höndum svikahrappa og tölvuþrjóta. Markmiðið sé að rukka fólk fyrir þjónustu sem eigi auðvitað að vera til staðar fyrir alla. Í grein WP segir að svipaða sögu sé að segja af nýjum vendingum hjá Twitter þar sem tilkynnt var að notendur sem greiða ekki áskriftargjald muni ekki lengur hafa aðgang að einkenningu við innskráningu í gegn sms. „Við þurfum að draga línu í sandinn. Öryggi, persónuvernd og grunnþjónusta ætti að vera aðgengilegt öllum, ekki bara þeim sem borga meira,“ segir í grein WP. Talskona frá Meta sagði blaðamanni Washington Post að áskriftarþjónustan væri sérstaklega ætluð áhrifavöldum og framleiðendum. Hún gæti hjálpað þeim að ná til fleiri notenda og tryggja öryggi þeirra. Áskriftarþjónustur bæði Meta og Twitter hafa engin áhrif á fjölda auglýsinga sem otað er að notendum. Hvað þýðir þetta fyrir almenna notendur? Það er stóra spurningin. Þessar vendingar á samfélagsmiðlum vekja upp spurningar um það hvort það eina sem almennir notendur muni sjá í framtíðinni séu færslur frá áhrifavöldum, ústendurum stjórnmálamanna , svikahröppum, málpípum mismunandi ríkisstjórna heimsins og þjörkum. Flestir eru til að mynda á Facebook til að fylgjast með helstu vendingum hjá vinum sínum og ættingjum, svo það er ekki ólíklegt að breytist tímalínur notenda með þessum hætti muni það hafa neikvæð áhrif á upplifun þeirra. Áskriftarþjónustur á samfélagsmiðlum skapa einnig nokkurs konar stéttaskiptingu þar sem þeir sem hafa efni á og vilja borga, fá betri upplifun af samfélagsmiðlunum og skoðanir þeirra og annarskonar færslur fá meiri dreifingu en færslur annarra. Þá er eðlilegt að hafa efasemdir um það að selja aukið öryggi, sem allir notendur ættu ef til vill að hafa sjálfkrafa aðgang að. Til lengri tíma verður áhugavert að sjá hvort þessar breytingar muni hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á rekstur samfélagsmiðla og fjölda notenda.
Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Fréttaskýringar Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira