Þetta þarftu að vita um kjaradeiluna Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Efling hefur sýnt okkur veikleika vinnumarkaðslaganna og Samtök Atvinnulífsins er að sýna svo ekki sé um villst að ein samtök fyrir allt atvinnulífið er virkilega slæm hugmynd. 1) Það er ekki hægt að láta öll aðildarfélög SA kjósa um aðgerðir vegna kjarasamninga við eitt stéttarfélag. Sjávarútvegur, fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki hafa ekkert með þessa kjarasamninga við Eflingu að gera. Útfrá atkvæðavægi og reglum SA þá var þessi ákvörðun líklega tekin af ansi fáum stórum fyrirtækjum. 2) 48 gr. samþykkta SA eru algjörlega óviðeigandi. Að félag atvinnulífsins sé með ákvæði til að beita fyrirtækjum utan SA viðskiptaþvingunum sem ekki fylgja SA að máli er allt að því fasískt og sýnir að bersýnilega þarf að skipta SA upp. 3) Það að ein starfsstétt eða eitt stéttarfélag geti lagt þjóðina á hliðina með kröfur fyrir 5% vinnumarkaðarins getur ekki verið kerfi sem við sem þjóð sættum okkur við. Norræna vinnumarkaðslíkanið er dæmi um leið sem hefur sannað gildi sitt, þar sem ein starfstétt eða eitt stéttarfélag getur ekki tekið heila þjóð i gíslingu. Við ættum að horfa til siðaskipta í þeim efnum strax. 4) Það eru margar áleitinar spurningar sem vakna ef SA lítur svo á að öll fyrirtæki sem fylgja kjarasamningum SA og Eflingar beri að fylgja SA í verkbanni. Samkvæmt lögum ber öllum fyrirtækjum að fylgja kjarasamningum SA, séu þau ekki skráð í neitt félag. Einnig á þetta við um fyrirtæki sem eru skráð í önnur félög en hafa ekki enn fengið kjarasamning. Spurning er hvort SA muni þá líka bæta fyrirtækjum sem eru ekki í SA fjárhagstjónið úr verkbannssjóðum SA líkt og þeir munu bæta félagsmönnum sínum. Eða líta þeir svo á að þeir stjórni öllu atvinnulífinu og ef þú borgar ekki félagsgjöld í SA þá ertu úti en þarft að lúta valdi þeirra. Sé það skilningur SA þá er hér annað dæmi um að skipta þarf SA upp. 5) Að lokum má nefna ríkið og ríkisstjórnina. Ríkið hefur leitt óábyrga launaþróun. Aldrei í sögu Íslands né annarra lýðræðisríkja hafa meðallaun opinberra starfsmanna verið hærri en á almenna vinnumarkaðnum. Sú stefna hefur þróast hratt á síðustu 10 árum, sem er merkilegt í ljósi samsetningar ríkisstjórnarinnar sl. 10 ár. Einnig er gagnrýnisvert hvernig núverandi ríkisstjórn hefur með öllu firrað sig ábyrgð á stöðunni í atvinnulífinu og aðkomu sinnar að stöðu mála milli Eflingar og SA. Það er eins og Seðlabankinn, stéttarfélög og atvinnulífið sé nýja þríeykið fyrir ríkisstjórnina. “Þau þrjú bera ábyrgð á þessu, ekki við.” Vinnumarkaðslögin virka ekki, verkfæri ríkissáttasemjara virka ekki, samningsferlar vinnumarkaðarins virka ekki, samningsaðilar geta í einhverju sem skilgreint er sem nauðvörn, sett á verkföll og verkbönn sem bitna á allri þjóðinni út af deilum um lægstu laun sem innan við 5% af vinnumarkaðnum er á. Eitt stéttarfélag getur slitið sig út og neitað að axla ábyrgð með fúkyrðum og dólgslegri framkomu og neitað félagsmönnum um fjárhagslegan stuðning í miðjum aðgerðum þrátt fyrir skýrar samþykktir um annað. Fólk í framlínunni sem fylgir ekki þessu eina félagi að málum sætir hótunum jafnvel líflátshótunum og samtök atvinnulífsins eru með ákvæði í sínum samþykktum (48.gr) sem skyldar félagsmenn í að setja viðskiptabann á önnur fyrirtæki sem eru ekki í SA … er þetta ásættanlegt ástand ?? Villta vestrið leit friðsælla út en þetta ! Ríkisstjórnin þarf að stíga hér inn og setja lög á verkbann SA og mæta með lausn í þessu máli sem varðar 5% af atvinnulífinu. Síðan þarf Alþingi að laga regluverkið í tengslum við kjaramál og kjarasamninga. Helst áður en þessir skammtímasamningar renna út, því þetta er gríðarlega stórt mál fyrir íslensku þjóðina. Það tók nú ekki nema nokkra daga að koma völdum hluta af atvinnulífinu til bjargar í Covid. Þetta ætti því að geta gerst ef viljinn er fyrir hendi. Þangað til þá hvet ég öll lítil og meðalstór fyrirtæki til þess að skrá sig í www.afj.is þar sem ein skraning er eitt atkvæði, óháð stærð. Sérhagsmunir geta aldrei ráðið för í því félagi. Það er lýðræði, enda eiga tekjur og stærð ekki veita fleiri atkvæði i kosningum (væri það ok í Alþingiskosningum? Nei). Höfundur situr í stjórn Atvinnufjelagsins.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun