Eldsupptökin enn óljós Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 11:21 Viðbúnaður slökkviliðs var eðlilega mikill á Tálknafirði í gær. Aðsend Vettvangur stórbruna á Tálknafirði í gær hefur verið afhentur lögreglu til rannsóknar. Engar vísbendingar eru um hver eldsupptök voru en nóg var af eldsmat inni í húsinu. Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð. Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Eldur kom upp í húsnæði fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish á Tálknafirði í gærmorgun. Húsnæðið var í uppbyggingu og átti að hýsa seiðiseldistöð. Tveir iðnaðarmenn hlutu minniháttar brunasár en tjónið á byggingunni hleypur á milljörðum króna. Í samtali við fréttastofu segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar, að vettvangurinn hafi verið afhentur lögreglu eftir að búið var að ganga úr skugga um að allt væri með kyrrum kjörum. Lögreglan mun rannsaka vettvanginn áður en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendir rannsóknarteymi. Einnig var rætt við Davíð og Daníel Jakobsson, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Klippa: Óttast milljarðatjón Aðspurður segist Davíð ekki hafa hugmynd um hvað hafi gerst þarna inni sem olli því að það kviknaði í. Lögreglan mun rannsaka það. „Eina sem ég veit er að byggingin er mjög illa farin. Það var gríðarlegt magn af eldsmat þarna inni. Menn voru með allskonar plast, bæði ofan í kerjunum og uppi sem tengist starfseminni sem þeir eru að byggja í þessu húsi. Það gerir eldsmatinn gríðarlega mikinn og ég veit ekki hvernig hitt verður,“ segir Davíð. Slökkvistarf gekk almennt mjög vel en þarna voru um 25 slökkviliðsmenn ásamt lögreglu og aðilum frá björgunarsveitum. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur nærliggjandi húsum, súrefnistönkum og olíutönkum frá því að brenna. „Seiðaeldi er mjög viðkvæm starfsemi fyrir öllum utanaðkomandi áhrifum. Það eru bara tíu til tólf metrar í húsin sem að eru enn starfandi. Þau bara sviðnuðu að utan. Við náðum að bjarga því að það færi reykur inn eða nokkur eldur. Þannig sú starfsemi getur sem betur fer haldið áfram í dag,“ segir Davíð.
Bruni hjá Arctic Fish í Tálknafirði Tálknafjörður Slökkvilið Fiskeldi Vesturbyggð Tengdar fréttir Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Beygð en ekki brotin eftir stórbrunann á Tálknafirði Framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish segir að bruninn í húsnæði fyrirtækisins á Tálknafirði sé mikið áfall. Tjónið kunni að hlaupa á milljörðum króna. 23. febrúar 2023 19:32