Ótrúlegt gengi Union Berlín heldur áfram sem og Evrópuævintýri Rómverja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 22:32 Josip Juranovic og félagar eru komnir áfram. Ptrick Goosen/Getty Images Sjö af átta viðureignum í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar er nú lokið. Bayer Leverkusen hafði betur gegn Monaco, Union Berlín sló út Ajax og Roma lagði Red Bull Salzburg. Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum. It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023 Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram. Comeback complete We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023 Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Leverkusen fór alla leið í vítaspyrnukeppni gegn Monaco en gestirnir frá Þýskalandi unnu 3-2 sigur í kvöld eftir að Monaco vann fyrri leikinn með sömu tölum. Í vítaspyrnukeppninni reyndist Leverkusen sterkari aðilinn og er komið áfram. Union Berlín, sem er óvænt í toppbaráttunni í Þýskalandi, unnu öruggan 3-1 sigur á Ajax eftir að fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli. Robin Knoche kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu og Josip Juranovic tvöfaldaði forystuna fyrir hlé. Mohammed Kudus minnkaði muninn í síðari hálfleik áður en Danilho Doekhi gerði út um leikinn og tryggði Berlínarbúum sæti í 16-liða úrslitum. It's unreal here. Unbelievable. To think how far we've come. How far we can still go. That's it. I'm gonna cry. Eisern! pic.twitter.com/emZBRWxA1o— 1. FC Union Berlin (English) (@fcunion_en) February 23, 2023 Rómverjar töpuðu fyrri leiknum í Austurríki með einu marki gegn engu og mættu nokkuð vængbrotnir inn í leik kvöldsins. Andrea Belotti, sem var að leysa meiddan Tammy Abraham af hólmi, kom Rómverjum yfir eftir rúmlega hálftíma leik. Paulo Dybala bætti öðru markinu við skömmu síðar og þar við sat. Rómverjar héldu út og eru komnir áfram. Comeback complete We re through to the Round of 16 thanks to first half goals from Andrea Belotti and Paulo Dybala! #ASRoma #UEL #RomaSalzburg pic.twitter.com/WUOX3NqIOq— AS Roma English (@ASRomaEN) February 23, 2023 Einum leik er enn ólokið en sem stendur er framlenging í leik Rennes og Shakhtar Donetsk.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47 Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Sjá meira
Þrenna Di María skaut Juventus áfram Juventus, Sevilla og Sporting eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. 23. febrúar 2023 19:47
Man United kom til baka og fór áfram Manchester United vann 2-1 sigur á Barcelona eftir að lenda undir snemma leiks í einvígi liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og því var allt galopið fyrir leik kvöldsins á Old Trafford. 23. febrúar 2023 21:55