Mancini gagnrýndur fyrir að verja börn með kolgrímu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2023 19:15 Ungur aðdáandi og Victor Osimhen. EPA-EFE/MASSIMO PICA Roberto Mancini, landsliðsþjálfari Ítalíu, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir að verja börn sem þóttust vera framherjinn Victor Osimhen með því að lita andlit sitt svart, og vera þannig með kolgrímu [e. blackface]. Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sjá meira
Á dögunum fór fram kjötkveðjuhátíð – eða karnival – í Naples á Ítalíu. Um er að ræða viku af veisluhöldum og skemmtunum. Hluti af hátíðinni er að börn klæði sig upp eins og hetjurnar sínar. Það kom því lítið að óvart að fjöldi barna ákvað að vera Victor Osimhen, hinn 24 ára gamli Nígeríumaður sem hefur farið hamförum með Napoli á tímabilinu. Ásamt því að klæðast treyju leikmannsins þá var fjöldinn allur af börnum málaður þannig að þau líktust leikmanninum enn frekar. Það er, það var máluð á þau kolgríma [e. blackface]. Pósturinn sem Mancini hefur nú eytt.Instagram Sumir gengu svo langt að mála einnig hendurnar á börnunum og enn aðrir gengu svo langt að mála sérstaklega andlitsgrímuna sem Osimhen hefur borið eftir að hann lenti í harkalegu samstuði við Milan Škriniar, varnarmenn Inter, í nóvember 2021. Hinn 58 ára gamli Mancini, sem hefur stýrt ítalska landsliðinu frá 2018 og gerði liðið að Evrópumeisturum sumarið 2021, varði hins vegar ákvörðun foreldranna á Instagram-síðu sinni. „Það sem sumir sjá kynþáttaníð sé ég bara fegurð. Íþróttir eru fyrir alla og börn ykkar eru stórfengleg,“ segir í lauslegri þýðingu. Eftir að hafa fengið bágt fyrir á samfélagsmiðlum hefur Mancini eytt póstinum. „Þetta er risastórt vandamál. Fólk verður að skilja að þetta er enginn heiður fyrir Osimhen. Ég fæ klígju vegna þess fólks sem telur að þetta sé að sýna samstöðu eða stuðning við Osimhen,“ sagði rithöfundurinn Sabrina Efionayi en hún er af nígerískum uppruna. Italy boss Roberto Mancini DEFENDS children 'blacking up' as Napoli hitman Victor Osimhen https://t.co/vaJPgNJI96— MailOnline Sport (@MailSport) February 23, 2023 Hvað Osimhen varðar þá er hann orðaður við flest stórlið Evrópu um þessar mundir. Hann hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og er búinn að skora 20 mörk og gefa 4 stoðsendingar í samtals 23 leikjum í Serie A og Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Ítalski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Fleiri fréttir Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sjá meira