Dusty tryggði sér sæti í forkeppni Blast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 20:30 Dusty mun reyna fyrir sér í forkeppni Blast Premier. Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty unnu sér inn sæti á Blast Premier mótaröðinni með sigri gegn Þór síðastliðinn þriðjudag. Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar. Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar.
Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira