Dusty tryggði sér sæti í forkeppni Blast Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2023 20:30 Dusty mun reyna fyrir sér í forkeppni Blast Premier. Ljósleiðaradeildarmeistarar Dusty unnu sér inn sæti á Blast Premier mótaröðinni með sigri gegn Þór síðastliðinn þriðjudag. Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar. Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn
Með sigrinum tryggði Dusty sér þátttökurétt í því sem er í raun forkeppni norðurlandanna fyrir BLAST mótaröðina, sem mætti líkja við Evrópukeppni í rafíþróttum. Það voru fjögur efstu lið Ljósleiðaradeildarinnar sem kepptust um þetta eina lausa sæti á Blast mótaröðinni, en ásamt Dusty mættu FH, Þór og Atlantic Esports til leiks. Í undanúrslitum mættust liðin sem höfnuðu í 1. og 4. sæti Ljósleiðaradeildarinnar annars vegar, og hins vegar liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti. Dusty sló því FH út í undanúrslitum, en í hinum undanúrslitaleiknum höfðu Þórsarar betur gegn Atlantic Esports. Það voru því Dusty og Þór sem mættust í úrslitum. Þessi tvö lið hafa barist á toppnum undanfarin tvö tímabil, en alltaf virðist Dusty hafa betur. Á því varð engin breyting í þetta skiptið og Dusty vann að lokum 2-0 sigur og er á leið í forkeppni Blast mótaraðarinnar.
Dusty Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn