Rúmlega fimmtíu manns voru ofan í námunni þegar skriðan rann úr 180 metra hlíð fyrir ofan námuna. Fjórir létu lífið í skriðunni en 49 manns festust ofan í námunni.
Björgunaraðilar vinna nú að því að ná mönnunum úr námunni en ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu. Yfir fimm hundruð manns eru á svæðinu.