„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. febrúar 2023 19:01 Gunnar Magnússon og Guðmundur Guðmundsson saman á HM í handbolta í síðasta mánuði vísir/vilhelm Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson hætti með íslenska landsliðið í gær og var kjölfarið ljóst að Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson myndu stýra liðinu í fjórum landsleikjum í mars og í apríl. „Þetta var persónulega mjög erfitt fyrir mig,“ segir Gunnar þegar hann var spurður hvernig hann hafi brugðist við þegar hann fékk þau tíðindi að Guðmundur myndi hætta með íslenska landsliðið. „Ég og Gummi erum búnir að starfa saman í tuttugu ár og góðir vinir. Þetta er bara staðan sem er komin upp núna. Ég er sjálfur ekkert í allt of góðri stöðu, ég er starfsmaður HSÍ og var líka með Gumma í A-landsliðinu þannig að ég var svona mitt á milli. Þetta er engu að síður staðan sem er komin upp og alls ekki auðveld staða fyrir mig.“ Hann segist hafa viljað aðstoða HSÍ þegar leitað var eftir hans starfskröftum og á sama tíma gefa sambandinu svigrúm til að finna rétta manninn. „Við erum báðir starfsmenn þarna og okkur rennur kannski aðeins blóðið til skyldunnar að klára þetta, klára þetta verkefni og klára þessa undankeppni með liðinu.“ Fjórir leikir eru framundan í undankeppni fyrir EM á næsta ári, tveir leikir við Tékka í mars og leikir við Ísrael og Eista í apríl. „Þetta leggst bara vel í okkur. Það þarf að velja liðið helst á morgun og þetta gerist auðvitað mjög hratt og bratt. Nú er bara okkar verkefni að velja hópinn sem fyrst og við klárum það á morgun. Við vorum með Gumma í þessu öllu saman og tókum þátt í þessu. Kosturinn við það að vinna með Gumma er að við vorum inni í öllum hlutum og í öllum ákvörðunum. Svo við erum inni í öllum skipulagi og allt annað og allri taktík. Það verða engar breytingar og það verður bara ein æfing fyrir leik og því munum við keyra áfram á okkar systemi og klára þetta og á sama tíma fær HSÍ svigrúm til að finna rétta þjálfrann.“ Hann segist ekki hafa áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari Íslands. „Ég hef ekki áhuga á því að taka við íslenska landsliðinu. Ég er búinn að tilkynni HSÍ það að ég er íþróttastjóri og ætla bara að sinna því hlutverki og hef ekki áhuga á því að taka við liðinu eftir þetta verkefni,“ segir Gunnar og heldur áfram. „Ég mun klára þetta með þeim en eftir það er þetta komið gott. Ég er búinn að vera lengi í þessu og það er kominn tími á nýja menn.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Gunnar Magnússon. Klippa: Persónulega mjög erfitt fyrir mig
Handbolti Landslið karla í handbolta Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Stólar og Stjörnukonur takast á Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sjá meira