Eru heimgreiðslur kvennagildra? Dagný Aradóttir Pind skrifar 23. febrúar 2023 07:00 Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík. Hugmyndin kann að hljóma vel við fyrstu sýn, enda er um fjárframlag til fjölskyldna að ræða frá opinberum aðilum. Og geta komið sér vel. En þetta eru lágar greiðslur sem eru alls ekki sambærilegar við fæðingarorlof eða laun á vinnumarkaði. Málið er þó ekki svo einfalt að aðeins sé um gefins peninga að ræða, á því eru margar hliðar sem snerta ýmsa samfélagslega þætti. Ástæðan fyrir því að heimgreiðslur eru til umræðu er umönnunarbilið svokallaða, eða tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til örugg dagvistun tekur við. Flest sveitarfélög eru með stefnu um að taka við börnum frá 12 mánaða aldri, en í raunveruleikanum uppfylla fæst sveitarfélög það markmið. Á skólaárinu 2020-2021 var meðalaldur barna sem fékk leikskólapláss 17,5 mánuðir. Staðan er misjöfn eftir sveitarfélögum og mörg minni sveitarfélög standa sig afar vel á meðan stærri sveitarfélög eru lengra frá markmiðinu um 12 mánaða inntökualdur. Dagforeldrum fer fækkandi á Íslandi og afar lítil nýliðun í þeirri stétt og því fá börn sem fá inni þar. Heimgreiðslur draga úr atvinnuþátttöku kvenna BSRB, stærstu heildarsamtök launafólks á opinberum markaði, er á móti því að heimgreiðslur verði teknar upp af nokkrum ástæðum. Sú stærsta er að nánast öruggt er að heimgreiðslur myndu draga úr atvinnuþátttöku kvenna og þar með hafa neikvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði. Frá því að fæðingarorlof feðra var tekið upp árið 2000 hafa konur allan tímann tekið lengra orlof en karlar. Rétturinn til fæðingarorlofs var lengst af níu mánuðir. Þrír mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri og þrír mánuðir voru til skiptanna. Konur tóku nánast allan sameiginlega réttinn og sex mánaða orlof og karlar einungis sína þrjá mánuði. Fæðingarorlofið var loksins lengt í tólf mánuði í tveimur áföngum árin 2020 og 2021. Rétturinn núna er þannig að hvort foreldri á sex mánuði en þó er heimilt að framselja sex vikur til hins foreldris. Krafa verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfingarinnar var að réttinum til orlofs yrði skipt jafnt á milli foreldra. Samkvæmt bráðabirgðagögnum frá Fæðingarorlofssjóði taka konur að meðaltali rúma 7 mánuði og karlar um 4 mánuði, eftir að orlofið var lengt í 12 mánuði. Ekki eru til tölur um það hversu margar konur dreifa fæðingarorlofi sínu á fleiri mánuði, og lækka þar með greiðslur, en það er nokkuð algengt. Mikilvægt er að hafa í huga að tilgangur fæðingarorlofslaganna er tvíþættur, annars vegar að gefa börnum færi á samvistum við báða foreldra og hins vegar að gefa báðum foreldrum tækifæri til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Heimgreiðslur ógna síðara markmiðinu. Launamunur kynjanna gæti aukist Launamunur kynjanna er ein af ástæðum þess að konur taka lengra fæðingarorlof en karlar. Þriðjungur kvenna vinnur einnig hlutastörf og er það fyrst og fremst vegna umönnunar barna eða annarra fjölskyldumeðlima enda bera konur enn mun meiri ábyrgð á heimilishaldi og umönnun. Ef heimgreiðslur eru teknar upp er því mun líklegra að það verði mæður sem verja lengri tíma frá vinnumarkaði. Það hefur áhrif á ævitekjur þeirra og lífeyrisgreiðslur, auk þess að geta haft neikvæð áhrif á starfsþróunarmöguleika. Reynsla annarra þjóða sýnir einnig að láglaunakonur nýta þetta úrræði einna mest og þá má velta því upp hvort um raunverulegt val sé að ræða. Þetta eru mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar heimgreiðslur eru ræddar, en þessi sjónarmið koma afar sjaldan fram í umræðunni. Ríkið verður að grípa inn í Umönnunarbilið er staðreynd og það bitnar eins og er harðar á konum en körlum. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til þess að brúa bilið. Kallað hefur verið eftir aðgerðum í mörg ár án þess að lausnin sé komin. Að ætla að leysa vandann með heimgreiðslum er ekki að ráðast að rótum vandans heldur frekar að velta honum einfaldlega inn í framtíðina, auk þess að skapa fleiri vandamál. Það er ekki lausnamiðuð nálgun. Að mati BSRB ætti að brúa bilið með því að lögfesta rétt til leikskóladvalar að loknu fæðingarorlofi, við 12 mánaða aldur, en Ísland er eina Norðurlandið þar sem börn eiga engan lögbundinn rétt til leikskólavistar. Samt er leikskóli skilgreindur sem fyrsta skólastigið og flest sammála um það mikilvæga hlutverk sem hann gegnir í þroska barna. Sveitarfélögin þurfa svo að spýta í lófana til þess að uppfylla eigin markmið um 12 mánaða inntökualdur barna. Það skiptir máli fyrir börnin, báða foreldra og samfélagið allt. Ísland vill vera land sem státar sig af besta árangri í jafnrétti kynjanna og því er mjög mikilvægt að jafnrétti sé haft í huga í allri stefnumótun, þar á meðal varðandi heimgreiðslur. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagný Aradóttir Pind Börn og uppeldi Leikskólar Sveitarstjórnarmál Fæðingarorlof Jafnréttismál Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um svokallaðar heimgreiðslur. Í stuttu máli eru heimgreiðslur ákveðin upphæð sem foreldrum stendur til boða til þess að vera heima með börnum sínum, oftast áður en leikskólavist hefst. Áhrifafólk hefur talað fyrir málinu, nokkur sveitarfélög, stór og smá, hafa tekið upp úrræðið og tillögur lagðar fram í öðrum sveitarfélögum, t.d. í Reykjavík. Hugmyndin kann að hljóma vel við fyrstu sýn, enda er um fjárframlag til fjölskyldna að ræða frá opinberum aðilum. Og geta komið sér vel. En þetta eru lágar greiðslur sem eru alls ekki sambærilegar við fæðingarorlof eða laun á vinnumarkaði. Málið er þó ekki svo einfalt að aðeins sé um gefins peninga að ræða, á því eru margar hliðar sem snerta ýmsa samfélagslega þætti. Ástæðan fyrir því að heimgreiðslur eru til umræðu er umönnunarbilið svokallaða, eða tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til örugg dagvistun tekur við. Flest sveitarfélög eru með stefnu um að taka við börnum frá 12 mánaða aldri, en í raunveruleikanum uppfylla fæst sveitarfélög það markmið. Á skólaárinu 2020-2021 var meðalaldur barna sem fékk leikskólapláss 17,5 mánuðir. Staðan er misjöfn eftir sveitarfélögum og mörg minni sveitarfélög standa sig afar vel á meðan stærri sveitarfélög eru lengra frá markmiðinu um 12 mánaða inntökualdur. Dagforeldrum fer fækkandi á Íslandi og afar lítil nýliðun í þeirri stétt og því fá börn sem fá inni þar. Heimgreiðslur draga úr atvinnuþátttöku kvenna BSRB, stærstu heildarsamtök launafólks á opinberum markaði, er á móti því að heimgreiðslur verði teknar upp af nokkrum ástæðum. Sú stærsta er að nánast öruggt er að heimgreiðslur myndu draga úr atvinnuþátttöku kvenna og þar með hafa neikvæð áhrif á jafnrétti á vinnumarkaði. Frá því að fæðingarorlof feðra var tekið upp árið 2000 hafa konur allan tímann tekið lengra orlof en karlar. Rétturinn til fæðingarorlofs var lengst af níu mánuðir. Þrír mánuðir voru eyrnamerktir hvoru foreldri og þrír mánuðir voru til skiptanna. Konur tóku nánast allan sameiginlega réttinn og sex mánaða orlof og karlar einungis sína þrjá mánuði. Fæðingarorlofið var loksins lengt í tólf mánuði í tveimur áföngum árin 2020 og 2021. Rétturinn núna er þannig að hvort foreldri á sex mánuði en þó er heimilt að framselja sex vikur til hins foreldris. Krafa verkalýðshreyfingarinnar og kvennahreyfingarinnar var að réttinum til orlofs yrði skipt jafnt á milli foreldra. Samkvæmt bráðabirgðagögnum frá Fæðingarorlofssjóði taka konur að meðaltali rúma 7 mánuði og karlar um 4 mánuði, eftir að orlofið var lengt í 12 mánuði. Ekki eru til tölur um það hversu margar konur dreifa fæðingarorlofi sínu á fleiri mánuði, og lækka þar með greiðslur, en það er nokkuð algengt. Mikilvægt er að hafa í huga að tilgangur fæðingarorlofslaganna er tvíþættur, annars vegar að gefa börnum færi á samvistum við báða foreldra og hins vegar að gefa báðum foreldrum tækifæri til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Heimgreiðslur ógna síðara markmiðinu. Launamunur kynjanna gæti aukist Launamunur kynjanna er ein af ástæðum þess að konur taka lengra fæðingarorlof en karlar. Þriðjungur kvenna vinnur einnig hlutastörf og er það fyrst og fremst vegna umönnunar barna eða annarra fjölskyldumeðlima enda bera konur enn mun meiri ábyrgð á heimilishaldi og umönnun. Ef heimgreiðslur eru teknar upp er því mun líklegra að það verði mæður sem verja lengri tíma frá vinnumarkaði. Það hefur áhrif á ævitekjur þeirra og lífeyrisgreiðslur, auk þess að geta haft neikvæð áhrif á starfsþróunarmöguleika. Reynsla annarra þjóða sýnir einnig að láglaunakonur nýta þetta úrræði einna mest og þá má velta því upp hvort um raunverulegt val sé að ræða. Þetta eru mikilvæg atriði sem þarf að hafa í huga þegar heimgreiðslur eru ræddar, en þessi sjónarmið koma afar sjaldan fram í umræðunni. Ríkið verður að grípa inn í Umönnunarbilið er staðreynd og það bitnar eins og er harðar á konum en körlum. Stjórnvöld verða að grípa til aðgerða til þess að brúa bilið. Kallað hefur verið eftir aðgerðum í mörg ár án þess að lausnin sé komin. Að ætla að leysa vandann með heimgreiðslum er ekki að ráðast að rótum vandans heldur frekar að velta honum einfaldlega inn í framtíðina, auk þess að skapa fleiri vandamál. Það er ekki lausnamiðuð nálgun. Að mati BSRB ætti að brúa bilið með því að lögfesta rétt til leikskóladvalar að loknu fæðingarorlofi, við 12 mánaða aldur, en Ísland er eina Norðurlandið þar sem börn eiga engan lögbundinn rétt til leikskólavistar. Samt er leikskóli skilgreindur sem fyrsta skólastigið og flest sammála um það mikilvæga hlutverk sem hann gegnir í þroska barna. Sveitarfélögin þurfa svo að spýta í lófana til þess að uppfylla eigin markmið um 12 mánaða inntökualdur barna. Það skiptir máli fyrir börnin, báða foreldra og samfélagið allt. Ísland vill vera land sem státar sig af besta árangri í jafnrétti kynjanna og því er mjög mikilvægt að jafnrétti sé haft í huga í allri stefnumótun, þar á meðal varðandi heimgreiðslur. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar