Verkfallið bitnar á KKÍ og spænsku heimsmeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2023 12:31 Tryggvi Snær Hlinason í baráttu við Sebastian Saiz og Willy Hernangomez í útileik Íslands gegn Spáni sem Spánverjar unnu af öryggi. Þeir eru hins vegar ekki með sitt sterkasta lið á Íslandi. EPA-EFE/Jesus Diges Verkfall hótelstarfsfólks í Reykjavík hefur meðal annars haft áhrif á undirbúning fyrir landsleik Íslands við heims- og Evrópumeistara Spánar í körfubolta en liðin mætast í undankeppni HM í Laugardalshöll annað kvöld. Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM. HM 2023 í körfubolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Um er að ræða næstsíðasta leik Íslands í undankeppninni en liðið mætir svo Georgíu á útivelli á sunnudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu. Íslendingar gætu þar með orðið fámennasta þjóð sögunnar til að komast á HM í körfubolta. Spánverjar, sem unnu síðasta HM, komu til Íslands í gærkvöldi en í stað þess að gista á Grand Hótel, nokkrum metrum frá Laugardalshöllinni, dvelja þeir á Park Inn í Keflavík vegna verkfallsins. Hið sama á við um dómarateymi leiksins. „Á þriðjudaginn í síðustu viku kom í ljós að við værum að missa gistinguna fyrir þennan hóp, fjörutíu manns, á Grand Hótel. Við þurftum bara að hlaupa til og rétt náðum að græja gistingu í Keflavík,“ segir Kristinn Geir Pálsson, afreksstjóri KKÍ. Af þessum sökum hættu Spánverjar við að æfa í Laugardalshöll í hádeginu á morgun, á leikdegi, en þeir fá að æfa í Blue-höllinni í Keflavík í staðinn. Kristinn segir að breytingarnar hafi ekki mikinn aukakostnað í för með sér fyrir KKÍ. „Þetta er aðallega aukið flækjustig. Aukaakstur og nýtt hótel, með mat, sem við þurfum að sjá til þess að dómararnir og spænska liðið fái. Aukakostnaðurinn felst aðallega í rútuakstrinum,“ segir Kristinn. Verkfallið hefur ekki áhrif á íslenska landsliðið, að sögn Kristins. Flestir leikmanna liðsins gista í eigin húsnæði eða hjá ættingjum, og ekki þurfti að finna nýtt hótel fyrir þjálfarann Craig Pedersen eða þá leikmenn sem búið var að koma fyrir á hóteli. Íslenski hópurinn heldur svo til Tbilisi eftir rimmuna við Spán og spilar þar á sunnudaginn um sæti á HM.
HM 2023 í körfubolta Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira