Katla skoraði 24 sekúndum eftir að hún kom inná og stelpurnar með fullt hús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2023 15:57 Katla Tryggvadóttir skoraði aðeins nokkrum sekúndum eftir að hún kom inn á sem varamaður. Vísir/Hulda Margrét Íslenska nítján ára landslið kvenna í fótbolta vann 4-1 sigur á Wales í lokaleik sínum á æfingamóti í Portúgal. Íslensku stelpurnar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og skoruðu í þeim ellefu mörk. Frábær frammistaða hjá framtíðarleikmönnum kvennalandsliðsins. Stjörnustelpurnar Snædís María Jörundsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og Þróttarinn Katla Tryggvadóttir skoraði síðan tvívegis eftir að hafa komið inn á sem varamaður í þeim síðari. Snædís María Jörundsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 á 9. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Sædís Rún vann boltann og lagði boltann fyrir á Snædísi eftir að þær höfðu áður farið í skemmtilegt þríhyrningaspil. Sædís Rún skoraði síðan sjálf á 20. mínútu eftir frábæran sprett upp miðjuna og þrumuskot fyrir utan teig í bláhornið. Íslenska nítján ára landsliðið í fótbolta gerði frábæra hluti á mótinu í Portúgal.KSÍ Wales náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleiknum en þá var komið að ótrúlegri innkomu Kötlu Tryggvadóttur. Katla kom inn á sem varamaður eftir nákvæmlega sextíu mínútur og 24 sekúndum síðar var búin að skora þriðja markið. Í raun liðum bara fjórtán sekúndur frá því að leikurinn fór aftur í gang þar til að Katla skoraði. Hún vann boltann sjálf í háspressunni, kom sér framhjá varnarmanni, lék inn í teig og skoraði með laglegu skoti í stöngina og inn. Katla skoraði síðan aftur sextán mínútum síðar þegar hún fylgdi eftir vítaspyrnu sem hún fékk en lét verja frá sér. Íslensku stelpurnar enduðu því með fullt hús stiga á mótinu en þær höfðu áður unnið sigra á Portúgal og Póllandi. Fyrsti leikurinn á móti Póllandi vannst 4-2 og leikur tvö vannst 3-2 á móti Portúgal. Fyrirliðinn Sædís Rún og Katla voru markahæstar hjá íslenska liðinu á mótinu með fjögur mörk hvor en þær skoruðu í öllum leikjum liðsins. Snædís María var síðan með tvö mörk á mótinu. Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska liðsins og greinilega að gera mjög flotta hluti með stelpurnar. Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Íslensku stelpurnar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu og skoruðu í þeim ellefu mörk. Frábær frammistaða hjá framtíðarleikmönnum kvennalandsliðsins. Stjörnustelpurnar Snædís María Jörundsdóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir skoruðu í fyrri hálfleik og Þróttarinn Katla Tryggvadóttir skoraði síðan tvívegis eftir að hafa komið inn á sem varamaður í þeim síðari. Snædís María Jörundsdóttir kom íslenska liðinu í 1-0 á 9. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Sædísi Rún Heiðarsdóttur. Sædís Rún vann boltann og lagði boltann fyrir á Snædísi eftir að þær höfðu áður farið í skemmtilegt þríhyrningaspil. Sædís Rún skoraði síðan sjálf á 20. mínútu eftir frábæran sprett upp miðjuna og þrumuskot fyrir utan teig í bláhornið. Íslenska nítján ára landsliðið í fótbolta gerði frábæra hluti á mótinu í Portúgal.KSÍ Wales náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleiknum en þá var komið að ótrúlegri innkomu Kötlu Tryggvadóttur. Katla kom inn á sem varamaður eftir nákvæmlega sextíu mínútur og 24 sekúndum síðar var búin að skora þriðja markið. Í raun liðum bara fjórtán sekúndur frá því að leikurinn fór aftur í gang þar til að Katla skoraði. Hún vann boltann sjálf í háspressunni, kom sér framhjá varnarmanni, lék inn í teig og skoraði með laglegu skoti í stöngina og inn. Katla skoraði síðan aftur sextán mínútum síðar þegar hún fylgdi eftir vítaspyrnu sem hún fékk en lét verja frá sér. Íslensku stelpurnar enduðu því með fullt hús stiga á mótinu en þær höfðu áður unnið sigra á Portúgal og Póllandi. Fyrsti leikurinn á móti Póllandi vannst 4-2 og leikur tvö vannst 3-2 á móti Portúgal. Fyrirliðinn Sædís Rún og Katla voru markahæstar hjá íslenska liðinu á mótinu með fjögur mörk hvor en þær skoruðu í öllum leikjum liðsins. Snædís María var síðan með tvö mörk á mótinu. Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska liðsins og greinilega að gera mjög flotta hluti með stelpurnar.
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira