Hörmulegt gengi Valencia heldur áfram og fallið blasir við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. febrúar 2023 23:00 Það gengur bókstaflega ekkert upp hjá Valencia þessa dagana. Angel Martinez/Getty Images Spænska knattspyrnufélagið Valencia má muna fífil sinn fegurri. Liðið tapaði 1-0 fyrir Getafe í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld og situr í fallsæti. Valencia var með betri liðum Evrópu í kringum aldamót. Liðið komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu, varð spænskur meistari og allt lék í lyndi. Undanfarin ár hafa hins vegar verið mögur. Tíðar þjálfarabreytingar, bestu leikmenn liðsins seldir og óspennandi menn fengnir inn í staðinn. Gennaro Gattuso, sem var ráðinn þjálfari liðsins síðasta sumar, var látinn fara á dögunum og í hans stað kom Rúben Baraja. Þó sá sé einn dáðasti sonur Valencia þá virðist ekki mikið í hann spunnið sem þjálfara. Baraja og lærisveinar hans mættu Getafe í kvöld og töpuðu sanngjarnt 1-0. Borja Mayoral með sigurmarkið á 82. mínútu leiksins. FT #GetafeValencia 1-0 win for @GetafeCF! #LaLigaSantander pic.twitter.com/d7pSMupGcD— LaLiga English (@LaLigaEN) February 20, 2023 Eftir tap kvöldsins er Valencia fallið niður í 19. sæti en Getafe fór úr 19. sætinu og upp í það 16. með sigrinum. Sem stendur er fallbaráttan í La Liga galopin en Valencia er í næstneðsta sæti með aðeins 20 stig en Sevilla er í 12. sæti með 25 stig. Það getur því enn allt gerst en Valencia, sem hefur nú tapað fimm deildarleikjum í röð, virðist stefna hraðbyr á næstefstu deild. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Valencia var með betri liðum Evrópu í kringum aldamót. Liðið komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu, varð spænskur meistari og allt lék í lyndi. Undanfarin ár hafa hins vegar verið mögur. Tíðar þjálfarabreytingar, bestu leikmenn liðsins seldir og óspennandi menn fengnir inn í staðinn. Gennaro Gattuso, sem var ráðinn þjálfari liðsins síðasta sumar, var látinn fara á dögunum og í hans stað kom Rúben Baraja. Þó sá sé einn dáðasti sonur Valencia þá virðist ekki mikið í hann spunnið sem þjálfara. Baraja og lærisveinar hans mættu Getafe í kvöld og töpuðu sanngjarnt 1-0. Borja Mayoral með sigurmarkið á 82. mínútu leiksins. FT #GetafeValencia 1-0 win for @GetafeCF! #LaLigaSantander pic.twitter.com/d7pSMupGcD— LaLiga English (@LaLigaEN) February 20, 2023 Eftir tap kvöldsins er Valencia fallið niður í 19. sæti en Getafe fór úr 19. sætinu og upp í það 16. með sigrinum. Sem stendur er fallbaráttan í La Liga galopin en Valencia er í næstneðsta sæti með aðeins 20 stig en Sevilla er í 12. sæti með 25 stig. Það getur því enn allt gerst en Valencia, sem hefur nú tapað fimm deildarleikjum í röð, virðist stefna hraðbyr á næstefstu deild.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira