„Þetta er bara svona að búa á þessari eyju“ Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2023 22:00 Sunna Guðmundsdóttir var í hópi flugfarþega sem urðu veðurtepptir á Akureyri. Egill Aðalsteinsson Annir hafa verið í innanlandsfluginu í dag eftir niðurfellingar flugferða í gær vegna illviðris. Næstu hremmingar íslenskra flugfarþega verða þó líklega ekki vegna veðurs heldur vegna verkfalla. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá Reykjavíkurflugvelli í morgun. Um tvöhundruð flugfarþegar urðu veðurtepptir þegar öllu innanlandsflugi var aflýst upp úr hádegi í gær og þurfti að vinna það upp í dag. Það þýddi ys og þys í flugafgreiðslu Icelandair, biðraðir og þrengsli. Farþegar að koma úr flugi og aðrir á leið í flug. Flugvél Icelandair í flugtaki af Reykjavíkurflugvelli í dag á leið til Ísafjarðar.Egill Aðalsteinsson Sunna Guðmundsdóttir var að koma frá Akureyri með gönguskíðin. „Ætlaði að koma í gærkvöldi. Ætlaði reyndar að taka strætó. Svo hætti hann við. Ætlaði þá að taka flug. Svo hætti það við.“ -Þannig að strætó var líka ófær? Hún jánkar því. „Þetta er bara svona, að búa á þessari eyju. Það er partur af þessu.“ Sunna segist þó ekki hafa þurft að kaupa sér aukahótelgistingu, hún hafi gist hjá vinum. Jóhann Sæberg var á leið í flug til Egilsstaða en átti bókað far í gær.Egill Aðalsteinsson Jóhann Sæberg, sem býr á Reyðarfirði, var á leið í Egilsstaðaflug, ætlaði að fljúga austur í gær en var veðurtepptur í borginni. „Allt of algengt,“ segir Jóhann. „Ég átti að fara hálfsex í gær,“ segir Ívar Sæmundsson, búsettur á Reyðarfirði, en hann var leið í flug til Egilsstaða. Ívar Sæmundsson ætlaði að komast austur í gær.Egill Aðalsteinsson „Við áttum flug á miðvikudagskvöldið suður til Reykjavíkur. Því var frestað fram á fimmtudag vegna bilunar. Svo áttum við flug austur í gær og því var frestað þangað til núna,“ segir Magnús Jóhannsson, Norðfirðingur á leið í Egilsstaðaflug. „Við erum bara alltaf að lenda í þessu. Það eru alltaf seinkanir,“ segir Jónína Sigurðardóttir, einnig úr Neskaupstað. -Þannig að þetta er ekki bara veðrinu að kenna? „Nei,“ svarar Jónína. „Það er eitthvað mikið að líka í flotanum, að við teljum,“ segir Magnús. Norðfirðingar Jónína Sigurðardóttir og Magnús Jóhannsson voru á leið í flug til Egilsstaða. Egill Aðalsteinsson Hjá Icelandair segir Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, langflestar niðurfellingar flugferða vera vegna veðurs, milli 93% og 94%, bæði í ár og í fyrra. „Það geta myndast mjög slæmar aðstæður. Við þekkjum það að það er margt fólk úti á landi sem reiðir sig á þetta. Og okkur er mikið í mun um að greiða götu þessa fólks. En svona er þetta. Veðrið er vissulega til trafala og hefur verið það núna,“ segir Jens. Síðasti vetur hafi þó verið erfiðari. Jens Bjarnason er framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Egill Aðalsteinsson Til að vinna upp gærdaginn setti Icelandair upp fjögur aukaflug í dag, tvö til Akureyrar, eitt til Ísafjarðar og eitt til Egilsstaða. Þannig mátti sjá á ellefta tímanum í morgun tvær flugvélar leggja af stað til Ísafjarðar með um tíu mínútna millibili. „Við viljum halda uppi þjónustustigi, að sjálfsögðu, og höfum þá líka stundum gripið til þess að ráðs að fá þotur,“ segir Jens. En það er fleira en veðrið sem hrellir flugrekendur. Núna eru verkföll að bætast við. „Við teljum okkur geta haldið uppi rekstri í einhverja daga. En eftir einhverja daga, klárlega innan við viku, þá mun kerfið fara að hiksta.“ -Þannig að strax bara síðar í þessari viku, undir helgi, þá verða truflanir aftur vegna verkfalla? „Það gæti farið svo,“ svarar Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Veður Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira