Ekki refsað fyrir að minnast Atsu Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2023 16:00 Mohammed Kudus og liðsfélagar hans í Ajax eftir að Kudus skoraði í gær. Hann slapp við spjald fyrir að fara úr liðstreyju sinni. Getty Dómari í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta fór á svig við reglurnar til að sýna því virðingu þegar Mohammed Kudus minntist síns gamla félaga Christian Atsu. Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
Atsu fannst um helgina látinn undir húsarústum eftir jarðskjálftann skelfilega sem skók Tyrkland og Sýrland, og varð þúsundum manna að banna. Kudus, sem er landsliðsmaður Gana líkt og Atsu var, skoraði í 4-0 sigri Ajax gegn Sparta Rotterdam í gær og fagnaði með því að fara úr treyjunni og sýna bol sem letrað var á R. I. P. Atsu, eða „hvíldu í friði Atsu“. Markið kom úr gullfallegri aukaspyrnu eins og sjá má hér að neðan. Kudus' first ever free kick for Ajax and he puts it perfectly in the top corner. He can virtually do nothing wrong at the moment.What a goal and what a lovely tribute for his friend Christian Atsu who sadly passed away in the earthquake in Turkey. pic.twitter.com/JgIOlrhwOe— Marc Geschwind (@MarcGeschwind) February 19, 2023 Vanalega gefa dómarar gult spjald þegar leikmenn fagna með því að fækka fötum en í þetta sinn ákvað Pol van Boekel að aðhafast ekkert, þar sem að hann „skildi“ ástæður Kudus. „Þetta er stærra en fótbolti. Þetta snýst um líf og dauða,“ sagði Kudus í viðtali við ESPN í Hollandi eftir leik. „Dómarinn sagði að þetta væri ekki leyfilegt en hann skildi stöðuna. Ég er þakklátur honum fyrir þetta og hann fær alla mína virðingu,“ sagði Kudus sem vildi einfaldlega minnast landa síns, sem lék meðal annars með Chelsea, Newcastle og Everton á sínum ferli. „Þetta var fyrir Christian. Það vita allir hvað gerðist í Tyrklandi. Ég ákvað að gera þetta því hann var mér klær. Þetta er auðvitað fyrir allar fjölskyldurnar sem þetta bitnar á. Ég lærði margt af því að horfa á hann og hann gaf mér oft ráð. Allt sem ég lagði í leikinn í dag gerði ég fyrir hann. Ef að ég hefði ekki skorað þá hefði ég sýnt bolinn eftir leikinn,“ sagði Kudus.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Hollenski boltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira