Verður jarðaður við hlið föður síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 13:05 Sigurður Bragason er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Aðsend „Það var hans heitasta ósk að vera lagður til hvílu hér á Íslandi,“ segir Elva Hrönn Guðbjartsdóttir, en hálfbróðir hennar, Sigurður Bragason, er látinn eftir skammvinna baráttu við krabbamein. Vísir ræddi við Elvu þann 9.febrúar síðastliðinn, en Sigurður lá þá banaleguna á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro. Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum. Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fram kom í fyrrnefndri grein Vísis að Sigurður væri í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Brasilíu eftir að hafa greinst með heilaæxli síðasta sumar, þá einungis 48 ára gamall. Til að bæta gráu ofan á svart misstu Sigurður og eiginkona hans meirihluta af innbúi sínu þegar það flæddi inn í hús fjölskyldunnar. Fram kom að Sigurður væri búinn að vera búsettur í Rio de Janeiro ásamt fjölskyldu sinni síðastliðin fjögur ár. Seinasta sumar kom í ljós að Sigurður var með tvö æxli í höfðinu. Um haustið fundust þrjú önnur æxli, í lungum og nýrum, og í desember greindust tvö æxli til viðbótar í höfðinu. Þegar Vísir ræddi við Elvu var Sigurður kominn í líknandi meðferð á sjúkrahúsi í Rio de Janeiro og höfðu Elva og yngsti bróðir hennar flogið út til Brasilíu til að vera honum til halds og trausts. Í samtali við blaðamann sagði Elva ljóst að bróðir hennar myndi deyja á næstu dögum. Lítil og falleg athöfn Innan við sólarhring frá því að fyrrnefnd grein birtist á Vísi var Sigurður látinn. Hann lætur eftir sig sambýliskonu, Monu, og tvö börn, Línu Sól og Adriel Loka og auk þess fósturson, hann Rafael. „Hann dó á sama tíma og ég gekk upp tröppurnar á spítalanum. Það fór fram lítil og falleg athöfn hérna úti þann 11. febrúar. Eftir það var haldin bálför. Það gerist allt svo hratt hér í Brasilíu þegar að andlát á sér stað,“ segir Elva í samtali við Vísi. Aðstandendur Sigurðar héldu litla athöfn úti í Brasilíu.Aðsend „Svo er síðasta flugið heim til Íslands eftir. Við munum síðan halda kveðjuathöfn hér heima þegar hann kemur heim til Íslands. Það var hans heitasta ósk að fá að hvíla hér. Eftir athöfnina mun hann svo verða lagður til hinstu hvílu við hlið föður síns, í Fossvogskirkjugarði,“ segir Elva jafnframt. Þá segir hún fjölskyldu Sigurðar vilja koma á framfæri innilegum þökkum til allra þeirra sem sýnt hafa þeim stuðning, aðstoð og hlýhug á þessum erfiðu tímum.
Brasilía Íslendingar erlendis Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira