„Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 19. febrúar 2023 21:29 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, var sáttur með góðan sigur á FH í kvöld Grótta Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu í handbolta, var sáttur er liðið sigraði FH með einu marki 35-36 í 16. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Grótta var undir alveg fram á lokasekúndu en þá fengu þeir víti og tryggðu sér sigurinn. „Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“ Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
„Þetta er það sem ég er búinn að segja í allan vetur, æðislegir strákar og frábær karakter. Eins og ég sagði fyrir leikinn, við vorum með tvo lélega leiki á undan þessum, vorum ekki sáttir við okkur eftir það. Við unnum vel í okkar málum og náðum að framkalla aftur fram okkar einkenni. Það er þvílíkur karakter í þeim að gefast aldrei upp, við lendum ég veit ekki hvað oft fimm mörkum undir og þeir hætta aldrei. Það er stórkostlegt að fá að vera þjálfarinn þeirra.“ Grótta byrjaði leikinn illa og lenti strax undir á fyrstu mínútum leiksins. Þeir áttu erfitt með að finna taktinn varnarlega og svo var hik á sóknarleiknum framan af. Um miðbik seinni hálfleiks virtust þeir finna taktinn sem tryggði þeim stigin tvö. „Við byrjum leikinn náttúrulega frekar illa varnarlega og það tók smá tíma að finna taktinn sóknarlega sem er eðlilegt af því að fara inn með svona tvo lélega leiki, það dregur aðeins tennurnar úr mönnum. Þeir þurftu aðeins að fá trúna, hún kom þegar að leið á leikinn og það var mjög flott. Varnarleikurinn var náttúrulega ekki góður í fyrri hálfleik en var töluvert betri í seinni fannst mér.“ Róbert var virkilega ánægður með frammistöðu liðsins, sérstaklega í seinni hálfleik og vill sjá strákana mæta svona í næsta leik. „Ég vill fá að sjá þetta og ég vil sjá baráttu, flæði og að menn hafi gaman að þessu. Að þeir trúi á verkefnið, þú ferð rosalega langt á því en það er ekkert létt að gera það alltaf. Þó svo að menn trúi þá eiga þeir ekkert alltaf sinn dag og það er sportið, það er fegurðin í sportinu. Við þurfum allir að vera á tánum og njóta þess að spila handbolta.“
Olís-deild karla Grótta FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46 Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði Sjá meira
Leik lokið: FH - Grótta 35-36| Víti á loka sekúndu leiksins tryggði Gróttu sigur Grótta gerði eins marks sigur, 35-36 er liðið heimsótti FH í 16. umferð Olís-deildar karla í dag. FH-ingar leiddu með fimm mörkum í hálfleik 21-16 en klókindi Gróttu á spennandi lokamínútum leiksins tryggði þeim sigurinn. 19. febrúar 2023 18:46