Stoltur og pínu montinn Almar Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2023 15:37 Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Garðabær Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að fá niðurstöður úr árlegri þjónustukönnun Gallup fyrir árið 2022. Þar lendir Garðabær í fyrsta sæti í níu af þrettán almennum viðhorfsspurningum (við deilum vissulega stundum sæti með öðrum). Markmið okkar er ávallt að veita íbúum framúrskarandi þjónustu í fjölbreyttu og ört stækkandi samfélagi. Ég vil auðvitað óska öllu starfsfólki Garðabæjar til hamingju með þessar niðurstöður og þakka þeim fyrir faglegan metnað og þjónustulund. Þetta eru okkur ekki alveg nýjar fréttir, undanfarin ár hefur niðurstaðan úr þessari könnun verið á þennan veg eða sambærilegan hið minnsta. Undanfarið hefur íbúum Garðabæjar farið ört fjölgandi. Stækkandi sveitarfélögum fylgja oft vaxtaverkir eins og stækkandi börnum. Það getur verið flókið að setja upp heilu hverfin svo að vel á því fari. Blöndun byggðar, þjónusta, snjómokstur, sorphirða, umhverfi og auðvitað leikskólapláss og aðbúnaður grunnskóla eru þar mikilvæg púsl til þess að koma á góðum bæjarbrag og könnun eins og þessi hjálpar okkur að stilla fókusinn. Markmið könnunarinnar er að kanna ánægju með þjónustu 20 stærstu sveitarfélaga landsins og gera samanburð á þeim ásamt því að skoða breytingar frá fyrri mælingum. Í flestum spurningum er Garðabær að mælast töluvert hærra en meðaltal sveitarfélaga. Af niðurstöðum sést vel að þau sem hafa nýtt sér þjónustu bæjarins segjast vera ánægðari heldur en þau sem ekki hafa nýtt hana. Garðabær hækkar milli ára í öllum spurningunum nema einni þar sem einkunnin stóð í stað. Góð þjónusta og traust viðbrögð Ánægja með þjónustu við barnafjölskyldur, við þjónustu við eldri borgara og menningarmálin er mikil. Sama gildir um leikskólamálin og auðvitað grunnskólamálin, en þær niðurstöður eru sérstaklega gleðilegar þar sem undanfarnir mánuðir hafa einkennst af umræðu um rakaskemmdir í skólahúsnæði og viðbrögðum við þeim. Við erum sannfærð um að við séum að ná vel utan um stöðuna með bættu verklagi og miklum framkvæmdum. Við vitum nefnilega að á stóru heimili gengur oft á ýmsu, en við viljum að Garðbæingar geti treyst því að þegar eitthvað bregður út af geti þau treyst á snöggt og traust viðbrögð bæjarins og góða þjónustu. Við sjáum til dæmis að út frá niðurstöðunum að áfram eru tækifæri til úrbóta í þjónustu við fatlað fólk en það er eini málaflokkurinn sem ekki hækkar á milli ára heldur stendur í stað þegar spurt er um ánægju með þjónustu. Við höfum unnið markvisst að því að efla þjónustu við fatlað fólk og hefur umfang þjónustunnar vaxið langmest af öllum málaflokkum undanfarin ár. Við hlökkum til að taka í notkun nýjan búsetukjarna síðar á árinu, sem eflir þjónustuna enn frekar. En niðurstöðurnar tala sínu máli. Þær fela í sér tækifæri til að gera betur og höfum við þegar sett af stað vinnu með þjónustuþegum við að bæta þjónustuna. Höfum upp á margt að bjóða Ég ætla að leyfa mér að segja að Garðabær hefur upp á margt að bjóða, við erum stækkandi sveitarfélag sem mætir þeim áskorunum sem það hefur í för með sér og leitum leiða til þess að bæta þjónustuna. Við viljum og ætlum að vera framúrskarandi. Það væri auðvelt að leggja hendur í skaut og segja: Þetta er bara komið. Garðbæingar mega hins vegar vita, eins og áður, að við höldum áfram að leggja okkur fram um að veita góða þjónustu, við ætlum að halda áfram að sækja fram. Það hefst aðeins með stöðugu samtali við bæjarbúa. Áfram verður rýnt í niðurstöður og einstaka þætti könnunarinnar hjá nefndum og sviðum bæjarins og skoðað með hvaða hætti Garðabær geti haldið áfram að bæta þjónustuna enn frekar. Það er svo sannarlega hvatning til að gera enn betur að íbúar Garðabæjar eru þeir ánægðustu með þjónustu sveitarfélagsins. Einhver gæti kallað þetta mont, en ég er bara afskaplega stoltur af starfsfólkinu okkar og bæjarfélaginu. Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun