Jimmy Carter liggur banaleguna Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2023 21:04 Jimmy Carter í heimabæ sínum Plains árið 2015. AP/Branden Camp Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall. Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Carter Center, samtökum forsetans fyrrverandi, segir að forsetinn njóti stuðnings fjölskyldu sinnar og lækna. Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er nærri því hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. https://t.co/1auzIG0yqy pic.twitter.com/JJQMWgg8DW— The Carter Center (@CarterCenter) February 18, 2023 Áður en hann varð forseti þjónaði Carter í flota Bandaríkjanna í sjö ár og varð svo ríkisstjóri Georgíu árið 1970. Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið, eftir viðræður sem hann spilaði stóra rullu í. Undanförnum árum hefur Carter varið í góðgerðastarf í Bandaríkjunum og í að byggja hús fyrir illa statt fólk. Hann hefur einnig átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. True. Former U.S. President Jimmy Carter once fell, causing an injury to his head/eye, receiving 14 stitches. On the next day, he helped build houses for Habitat for Humanity. https://t.co/PMFJCDWdPP— snopes.com (@snopes) February 18, 2023 Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt Voice of America frá því í fyrra þegar Carter varð 98 ára gamall.
Bandaríkin Jimmy Carter Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent