„Það á enginn þetta skilið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 19:15 Systkinin Sigurrós Yrja Jónsdóttir og Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Aðsend Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta. Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17