Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í gær, en þar kom einnig fram að enginn leikmaður yrði kallaður inn í stað Guðnýjar.
Guðný Árnadóttir hefur þurft að draga sig úr hóp A kvenna vegna meiðsla.
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 17, 2023
Enginn leikmaður verður kallaður inn í hennar stað.#dottir pic.twitter.com/v7zia2jSAl
Guðný, sem er leikmaður AC Milan í ítsölku úrvalsdeildinni, var í byrjunarliði Íslands er liðið vann 2-0 sigur gegn Skotum í fyrsta leik liðsins á Pinatar Cup. Alls hefur Guðný leikið tuttugu leiki fyrir íslenska landsliðið.