„Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft“ Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 18:48 Sólveig Þorvaldsdóttir leiddi íslenska hópinn úti í Tyrklandi. Seinni hluti íslenska hópsins sem var við störf á jarðskjálftasvæðinu í Tyrklandi kom heim til Íslands í dag. Teymisstjóri hópsins segir frábært að geta hjálpað en að sama skapi sé gott að vera komin heim. Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, leiddi hópinn sem fór til Tyrklands. Hún hefur gífurlega reynslu af björgunarstörfum og hefur verið á jarðskjálftasvæðum áður. „Það er alltaf jafn hroðalegt að sjá svona mikið af skemmdum húsum og þetta ömurlega ástand sem fólkið upplifir,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segir það vera mjög gefandi að sjá svona margar þjóðir koma saman við björgunarstörfin: „Það komu þarna 90 alþjóðarústabjörgunarsveitir. Það er mjög gefandi að sjá allt þetta starf og það gefur manni mikið að taka þátt í því. Ég er náttúrulega búin að vera í þessu svo lengi þannig ég þekki mikið af þessu fólki, það hjálpar líka til að láta þetta ganga hratt og vel.“ Aðspurð hvernig ástandið er úti núna segir Sólveig að það sé miklu betra en þegar þau komu. Enn sé þó nóg að gera. „Það er verið að vinna að því að taka niður þessar skemmdu byggingar en þetta er svolítið erfitt því í sumum getur verið lifandi fólk,“ segir hún. „Þannig menn þurfa að gera þetta mjög rólega. En það er verið að hreinsa götur og það er verið að koma betur ástandi á að hjálpa fólki sem er heimilislaus. Þetta er náttúrulega miklu betra núna heldur en þegar við komum.“ Á meðal þess sem Íslendingarnir gerðu úti var að aðstoða við samhæfingu alþjóðarústabjörgunarsveita. „Þegar þú ert með svona 90 björgunarsveitir þá fer náttúrulega heilmikil vinna í að passa það að samhæfa störfin, að það sé ákveðið kerfi okkar megin sem tengist síðan samhæfingarkerfi heimamanna,“ segir Sólveig. „Í þessum alþjóðarústabjörgunarsamtökum erum við búin að vera að þróa kerfi núna í áratugi, þetta er svolítið sérhæft þannig við vorum að vinna í því að koma upp þessu kerfi og fylgja því eftir. Þetta er að aðstoða allar þessar sveitir við að komast í verkefnin.“ Stærri atburður en á æfingunni Síðasta haust var haldin æfing í Tyrklandi fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Sólveig var þar æfingastjóri. Hún segir atburðinn hafa verið mun stærri en sá sem var í æfingunni. „Ég var æfingastjóri í Tyrklandi fyrir alþjóðarústasveitir. Það sem kannski hefði mátt vera betra á æfingunni var einmitt hvernig við tengjumst inn í kerfi heimamanna á svo mörgum stöðum. Við vorum sem sagt með aðalsamhæfingarstöðina sem við stýrðum og síðan vorum við með ellefu undirsamhæfingarstöðvar. Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft.“ Frábært að vera komin heim Sólveig segir þá að það sé gott að vera komin heim. „Frá því að maður fékk fyrsta símtalið og núna eru komnir tólf dagar. Þannig þetta er ákveðið álag,“ segir hún. „Þú veist ekkert endilega hvar þú sefur næstu nótt, þú veist ekki hvar þú kemst á klósett. Við erum náttúrulega með okkar búðir og okkar klósett en það er samt sem áður alltaf svo mikil óvissa, sérstaklega í byrjun. Síðan verður líka lýjandi að gista í tjöldum í ákveðinn tíma og vera að vinna við erfiðar aðstæður. Þó svo maður sé með tölvu og internet þá er þetta í búðum. Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara þarna út að hjálpa en það er frábært líka að vera komin heim“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Sólveig Þorvaldsdóttir, doktor í jarðskjálftaverkfræði og fyrrverandi forstjóri Almannavarna ríkisins, leiddi hópinn sem fór til Tyrklands. Hún hefur gífurlega reynslu af björgunarstörfum og hefur verið á jarðskjálftasvæðum áður. „Það er alltaf jafn hroðalegt að sjá svona mikið af skemmdum húsum og þetta ömurlega ástand sem fólkið upplifir,“ segir Sólveig í samtali við fréttastofu. Hún segir það vera mjög gefandi að sjá svona margar þjóðir koma saman við björgunarstörfin: „Það komu þarna 90 alþjóðarústabjörgunarsveitir. Það er mjög gefandi að sjá allt þetta starf og það gefur manni mikið að taka þátt í því. Ég er náttúrulega búin að vera í þessu svo lengi þannig ég þekki mikið af þessu fólki, það hjálpar líka til að láta þetta ganga hratt og vel.“ Aðspurð hvernig ástandið er úti núna segir Sólveig að það sé miklu betra en þegar þau komu. Enn sé þó nóg að gera. „Það er verið að vinna að því að taka niður þessar skemmdu byggingar en þetta er svolítið erfitt því í sumum getur verið lifandi fólk,“ segir hún. „Þannig menn þurfa að gera þetta mjög rólega. En það er verið að hreinsa götur og það er verið að koma betur ástandi á að hjálpa fólki sem er heimilislaus. Þetta er náttúrulega miklu betra núna heldur en þegar við komum.“ Á meðal þess sem Íslendingarnir gerðu úti var að aðstoða við samhæfingu alþjóðarústabjörgunarsveita. „Þegar þú ert með svona 90 björgunarsveitir þá fer náttúrulega heilmikil vinna í að passa það að samhæfa störfin, að það sé ákveðið kerfi okkar megin sem tengist síðan samhæfingarkerfi heimamanna,“ segir Sólveig. „Í þessum alþjóðarústabjörgunarsamtökum erum við búin að vera að þróa kerfi núna í áratugi, þetta er svolítið sérhæft þannig við vorum að vinna í því að koma upp þessu kerfi og fylgja því eftir. Þetta er að aðstoða allar þessar sveitir við að komast í verkefnin.“ Stærri atburður en á æfingunni Síðasta haust var haldin æfing í Tyrklandi fyrir alþjóðarústabjörgunarsveitir. Sólveig var þar æfingastjóri. Hún segir atburðinn hafa verið mun stærri en sá sem var í æfingunni. „Ég var æfingastjóri í Tyrklandi fyrir alþjóðarústasveitir. Það sem kannski hefði mátt vera betra á æfingunni var einmitt hvernig við tengjumst inn í kerfi heimamanna á svo mörgum stöðum. Við vorum sem sagt með aðalsamhæfingarstöðina sem við stýrðum og síðan vorum við með ellefu undirsamhæfingarstöðvar. Þetta var miklu, miklu stærri atburður en við höfðum æft.“ Frábært að vera komin heim Sólveig segir þá að það sé gott að vera komin heim. „Frá því að maður fékk fyrsta símtalið og núna eru komnir tólf dagar. Þannig þetta er ákveðið álag,“ segir hún. „Þú veist ekkert endilega hvar þú sefur næstu nótt, þú veist ekki hvar þú kemst á klósett. Við erum náttúrulega með okkar búðir og okkar klósett en það er samt sem áður alltaf svo mikil óvissa, sérstaklega í byrjun. Síðan verður líka lýjandi að gista í tjöldum í ákveðinn tíma og vera að vinna við erfiðar aðstæður. Þó svo maður sé með tölvu og internet þá er þetta í búðum. Það var frábært að fá tækifæri til þess að fara þarna út að hjálpa en það er frábært líka að vera komin heim“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira