Vinir og fangar gefa skýrslu fyrir dómi í stóra kókaínmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 13:37 Frá upphafi aðalmeðferðar í málinu þann 19. janúar síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu er framhaldið í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fyrir dóminn koma vinir ákærðu í málinu, sumir sem von er á í dómsal en önnur sem afplána dóma í fangelsinu á Litla-Hrauni. Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Málið fjallar í grófum dráttum um fjóra íslenska karlmenn og tilraun þeirra til að smygla gríðarlegu magni af kókaíni til landsins. Efnin komu frá Brasilíu, voru gerð upptæk í Rotterdam og skipt út fyrir gerviefni. Karlmennirnir voru handteknir hér á landi og er þáttur þeirra í málinu ólíkur. Mörgum spurningum er ósvarað. Héraðsdómur hefur minnt fjölmiðla á að bannað sé að fjalla um það sem fram kemur við aðalmeðferð málsins þar til skýrslutökum yfir öllum aðilum er lokið. Aðalmeðferðin hófst þann 19. janúar og enn sér ekki fyrir endann á því að aðalmeðferðinni ljúki. Jóhannes Páll Durr og Birgir Pálsson er á meðal fjögurra ákærðu. Þeir eru mættir í dómsal til að fylgjast með gangi mála við aðalmeðferðina. Meðal vitna í dag eru vinir þeirra Birgis og Jóhanness og sömuleiðis fangi á Litla-Hrauni sem gefa mun skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað. Skýrslutökur hófust í dag klukkan 13 og eru fulltrúar nokkurra fjölmiðla á svæðinu. Dómari í málinu sagðist við upphaf þinghalds gera ráð fyrir því að skýrslutökur í dag stæðu yfir til um klukkan fjögur. Enn hefur ekki tekist að taka skýrslur af hollenskum tollvörðum í málinu. Því er alls óvíst hvenær almenningur mun fá fréttir af því sem fram kemur í dómsal. Málið er fyrir margra hluta athyglisvert og snýst um innflutning á um hundrað kílóum af kókaíni. Fjölmiðlar hafa þó greint frá afstöðu Páls Jónssonar, timbursala á sjötusaldri, og Daða Björnssonar, þrítugs Reykvíkings, í málinu. Vinur Daða er einnig meðal þeirra sem koma fyrir dóminn í dag. Afstaða Páls og Daða kom að stórum hluta fram í greinargerð sem verjendur þeirra skiluðu til dómstólsins.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira