Stólpagrín gert að Monsa eftir klúðrið ótrúlega: „Vissi ekki að þetta væri hægt“ Sindri Sverrisson skrifar 17. febrúar 2023 11:30 Úlfar Páll Monsi Þórðarson hafði góðan húmor fyrir klúðrinu sínu, einn gegn galtómu marki. Skjáskot-Vísir/Arnar „Fyrst langaði mig til að hlæja en svo hugsaði ég; þetta var kannski svolítið vont,“ segir Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leikmaður Aftureldingar, eftir sennilega ótrúlegasta klúður í sögu íslensks handbolta og þó víðar væri leitað. Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Monsi, eins og hann er kallaður, fékk boltann í hraðaupphlaupi, einn gegn algjörlega tómu marki, í bikarleik gegn KA í vikunni en skaut boltanum einhvern veginn í þverslá. Atvikið má sjá í frétt Stefáns Árna Pálssonar úr Sportpakkanum hér að neðan. Staðan var 23-23 og spennan í KA-heimilinu þrúgandi, en sem betur fer fyrir Monsa og félaga náðu Mosfellingar að fagna sigri í framlengdum leik. Hann segist ekki hafa látið atvikið trufla sig mikið í leiknum sjálfum: „Mér fannst þetta bara fyndið og hafði ekki miklar áhyggjur, þannig séð. Ekki þegar við erum með leikmann eins og Árna Braga sem er alltaf „clutch“ í framlengingu. Þá er voða lítið sem maður þarf að hafa áhyggjur af,“ segir Monsi en Árni Bragi leiddi Aftureldingu til sigurs og skoraði níu mörk á sínum gamla heimavelli. Myndbandið af klúðri Monsa hefur hins vegar vakið meiri athygli og því verið dreift víða. Er eitthvað búið að gera grín að honum? „Eitthvað? Alveg hrikalega mikið. Eðlilega líka. Þetta var ógeðslega fyndið. Ég vissi ekki að þetta væri hægt fyrr en að ég gerði þetta. Þegar ég heyrði boltann fara í slána þá trúði ég því eiginlega ekki sjálfur,“ segir Monsi en hann sér þó ekki fyrir sér að láta boltann rúlla laust í markið næst þegar hann stendur fyrir framan autt mark. „Ég reyni kannski að setja hann slána inn næst,“ segir Monsi léttur og bendir réttilega á að „slysin gerast hjá bestu leikmönnum.“ Afturelding komst með 35-32 sigri sínum áfram í Laugardalshöll, í undanúrslit Powerade-bikarsins sem fram fara eftir mánuð. Næsti leikur Monsa og félaga er hins vegar í Olís-deildinni á mánudagskvöld þegar þeir taka á móti Haukum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Afturelding Powerade-bikarinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti