Tvítugar stelpur höfðu allar verið kyrktar í kynlífi af ókunnugum gaur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. febrúar 2023 09:05 Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, María Hjálmtýsdóttir og Eygló Árnadóttir voru gestir í Karlmennskunni. Karlmennskan Sérfræðingar í forvörnum gegn kynferðisofbeldi segja fleira þurfa að koma til en viðbragðsáætlanir þegar upp koma kynferðisbrot í framhaldsskólum. Málið sé flóknara en viðameira en það. „Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan. Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þegar skóli fer í réttarkerfis pælingu um hvað gerðist, hver er sekur og saklaus og hvernig á að refsa. Skóli er ekki réttarkerfi, það er ekki hlutverk hans, hann hefur ekki forsendur í þetta. Við þurfum að hugsa þetta allt allt öðruvísi.“ segir Eygló Árnadóttir fræðslustýra hjá Stígamótum. Hún var á meðal gesta í nýjasta þætti hlaðvarpsins Karlmennskan. Þurfi að endurhugsa allt Kristín Blöndal Ragnarsdóttir, grunnskólakennari og verkefnastýra Hafnarfjarðarbæjarmeðlimur,, segir í sama viðtali að meiri áherslu ætti að leggja í að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi í stað þess að reyna að bregðast við því. „Allt samfélagið þarf að fara í gegnum risa stóra breytingu á viðhorfi, þar sem við erum með massíva fræðslu frá leikskólaaldri um virðingu, mörk, samþykki og samskipti. Þegar þetta vantar þá erum við alltaf að vinna í að bregðast við einhverju sem við ættum að leggja meiri áherslu á að koma í veg fyrir.“ María Hjálmtýsdóttir, annar gestur þáttarins, bætir við: „Í grunninn er vandamálið miklu djúpstæðara heldur en eitthvað sem við getum leyst með skýrslu sem leiðir til nefndar sem kemur með svarið. Þetta er miklu djúpstæðara og snýr að menningarlegum þáttum t.d. hvað er kynlíf og til hvers er það?“ Taka þær allar undir ákall framhaldsskólanema, í kjölfar byltinga sl. haust, um aukna kyn- og kynjafræðikennslu í framhaldsskólum. Klám hafi áhrif á kynlíf ungmenna „Ég var að tala við hóp af tvítugum stelpum, talandi um klám og hvernig það smitast í hegðun, þær höfðu allar lent í því að vera kyrktar í kynlífi með gaur sem þær þekktu ekki neitt. Án þess að þær bæðu um það eða veittu samþykki fyrir því,“ segir María. Hún telur að klám hafi þau áhrif að fyrsta kynlífsreynsla geti auðveldlega orðið neikvæð upplifun. Sérstaklega fyrir stelpur sem stunda kynlíf með strákum. „Það er ekki nóg að segja fáðu já, því við erum með samfélag sem elur stelpur upp í það að hlýða, vera stilltar og svo stráka að vera hugrakkir og ekki gefast upp. Þau koma saman og hún segir auðvitað já því hún ætlar ekki að vera tepra.“ segir Kristín. Reynsla hennar sé sú að oft viti strákar ekki endilega af því ef þeir hafi farið yfir mörk stelpna sem þeir stunda kynlíf með, sem rekja megi til áhrifa þess sem þeir sjá í klámi. María er á öðru máli og nefnir í því samhengi að margir strákar líti upp til Andrew Tate. „Sumir strákar vita alveg af því að þeir eru að fara yfir mörk, sem er hluti vandamálsins. Af því við erum með bullandi Andrew Tate-klám-sósu. Það eru ekkert allir strákar sem vita ekkert hvað þeir eru að gera, sumir vita það bara alveg.“ Þáttinn í heild má sjá að neðan.
Kynlíf Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira