Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik Árni Jóhansson skrifar 16. febrúar 2023 22:21 Kristófer Acox að setja tvö af 24 stigum sínum í kvöld. Hann átti stórleik. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum. Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47