Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik Árni Jóhansson skrifar 16. febrúar 2023 22:21 Kristófer Acox að setja tvö af 24 stigum sínum í kvöld. Hann átti stórleik. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum. Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Kristófer var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt við að spila við sína gömlu félaga í ljósi þess að hann átti stórleik gegn þeim. „Já maður kemur hingað vitandi af Helga [Magnússyni] og Kobba [Jakob Sigurðssyni] en svo mætir maður á gólfið og sér ekki mörg kunnuleg andlit. Þetta er náttúrlega glænýtt lið. En þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf maður bara að fara inn á og vinna leikinn. Ég er mjög ánægður með það að við höfum sýnt dálítið svægi hérna í seinni hálfleik og klárað sterkt. Ég er mjög ánægður með það.“ Kristófer var svo spurður hvort hann ætti útskýringu á byrjun Valsmanna í kvöld en þeir mættu varla til leiks og fundu sig undir 0-11 þegar minna en þrjár mínútur voru liðnar af leiknum. „Við byrjum svolítið afslappaðir en það er eitthvað sem við höfum gert í allan vetur. Við komum út flatir en erum að reyna að peppa hvorn annan og koma okkur í betri gír. Við erum að klikka varnarlega í byrjun og við gefum þeim galopin skot sem þeir nýta. Þegar maður lítur upp og sér 11-0 á töflunni þá er það alls ekki góð byrjun en ég er ánægður með að við fórum ekki í neitt panikk. Það var bara tekið eitt leikhlé og við önduðum rólegir og svo byrjuðum við leikinn.“ Var betri bragur á liði Vals en í undanförnum leikjum að mati Kristófers? „Já það er búin að vera skrýtin ára yfir liðinu eftir bikarsigurinn. Við höfum verið að glíma við veikindi og meiðsli og við erum svolítið búnir að vera að fela okkur á bakvið þær afsakanir í staðinn fyrir að mæta og spila og vera stórir. Við höfum verið litlir í síðustu leikjum og það er eins og það vanti sjálfstraust hjá okkur. Við töluðum um það og mæta í kvöld og spila vel á heimavelli og finna sjálfstraustið fyrir hlé. Ég var mjög ánægður með mætinguna í kvöld. Það var mikið rautt í kvöld en það er ekki alltaf frábær mæting hér en ég var ánægður með stuðninginn í kvöld.“ Að lokum var Kristófer spurður út í nána framtíð en hann er á leiðinni í landsliðsverkefni. „Ég og Kári erum á leiðinni í landsliðsverkefni en ég treysti því að Finnur og liðið sjái um þetta á meðan við erum frá. Svo mætum við bara í standi. Við erum að stefna á að koma Íslandi til Asíu næsta sumar. Svo þurfum við náttúrlega að vera klárir í slaginn þegar loka átökin taka við.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Sjá meira
Leik lokið: Valur - KR 90-71 | Valsmenn sýndu gæði sín í seinni hálfleik og auka á eymd KR Valur vann granna sína í KR sannfærandi í kvöld í 17. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik. Leikar enduðu 90-71 en KR byrjaði leikinn af miklum krafti en höfðu ekki eldsneytið til að keyra af sama krafti allan tímann. Valsmenn komust á skrið sem var ekki stöðvað og komus sér í efsta sæti Subway deildar karla. 16. febrúar 2023 21:47